Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júlí 2025 22:33 Ágúst Jakob Ólafsson er verkstjóri ÍAV við Reykjanesbraut. Lýður Valberg Sveinsson Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Í fréttum Sýnar var vinnusvæðið heimsótt og rætt við Ágúst Jakob Ólafsson, verkstjóra ÍAV við Reykjanesbraut. Tvö ár frá því Íslenskir aðalverktakar hófu breikkun þessa nærri sex kílómetra kafla, þess síðasta sem eftir er að tvöfalda milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur, og felst mikil samgöngubót í verkinu. „Já, þetta verður mikill munur. Það verður kominn 2+2 alla leið inn í Hafnarfjörð og alveg á Fitjarnar. Það verður betri veglýsing á báðar akreinar. Þetta verður mun betra en fyrri áfangar,“ segir Ágúst. Starfsmenn Colas lögðu kalt malbik í dag sem neðsta lag undir heitt malbik.Lýður Valberg Sveinsson Og malbikið verður þykkara en menn hafa átt að venjast hérlendis en malbikunarflokkur frá Colas var í dag að leggja út kalt malbik, svokallað kaldbik. „Sem er sjö sentímetra lag sem er sett fyrst undir. Síðan koma tvö heit malbikslög ofan á það. Þannig að heildarþykktin á malbikinu er sautján sentímetrar hérna á stofnbrautinni. Þetta er til að auka burðinn og lengja endingartíma vegarins. Svo hann verði sterkari og betri og jafnari heldur en hefur verið áður,“ segir verkstjórinn. Verið er að ganga frá vegriðum og búið að mála línur á hluta vegarins. Ágúst segir verkið hafa gengið vel en verktakarnir kvarta helst undan hraðakstri ökumanna meðfram verkstað. Malbik er komið á stóran hluta nýrrar akreinar Reykjanesbrautar.Lýður Valberg Sveinsson En hvenær fá vegfarendur að reyna nýju kaflana? „Það gerist núna hugsanlega seinnipartinn í þessari viku eða þá í byrjun næstu viku. Þá hleypum við inná. Við eigum eftir að færa umferðina hérna svona tvisvar til þrisvar sinnum í sumar. Við þurfum að rjúfa gömlu brautina á tveimur stöðum.“ Ágúst segir stefnt að því að ljúka malbikun fyrir lok næsta mánaðar. Áður var búið að ljúka brúasmíði. Upphaflega var gert ráð fyrir verklokum um mitt næsta ár en núna þykir ljóst að þau verða mun fyrr. Horfur eru á að stóru tímamótin verði jafnvel vel fyrir veturinn; þegar vegfarendur geta ekið Reykjanesbrautina alla tvöfalda. „Við stefnum að því að leyfa mönnum að keyra hérna á tvöföldu fyrir veturinn, það er markmið,“ segir verkstjóri ÍAV í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Samið við Aðalverktaka um breikkun Reykjanesbrautar Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði. 18. maí 2023 08:58
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. 5. apríl 2023 20:50