Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði

„Ég verð að segja að við vorum með heppnina með okkur í liði á köflum,“ sagði Ruud van Nistelrooy, tímabundinn þjálfari Manchester United eftir 5-2 sigur liðsins á Leicester City í 16-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Rauðu djöflarnir mæta Tottenham Hotpsur í 8-liða úrslitum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Man Utd örugg­lega á­fram í fyrsta leik Nist­el­rooy sem þjálfara

Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic

Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur mikinn áhuga á að eignast hlut í skoska fótboltaliðinu Celtic. Hann hefur hrifist af því að sem Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa gert hjá Wrexham.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho var bara að segja brandara

Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Víðir og Reynir í eina sæng

Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði.

Innlent
Fréttamynd

Fót­bolta­mamma Ís­lands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“

Í kjöl­far góðs árangurs á ný­af­stöðnu tíma­bili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einars­synir munu mætast í Bestu deildinni í fót­bolta á næsta tíma­bili. Staða sem setur fjöl­skyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonar­dóttir móðir þeirra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Erin frá Stjörnunni til Kanada

Markvörðurinn Erin McLeod hefur samið við Halifax Tides FC í Kanada, heimalandi sínu. Hún mun því ekki spila áfram hér á landi en undanfarin tvö ár hefur Erin spilað með Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Fótbolti