Enski boltinn

Bjarni segir Newcastle stærra fé­lag en Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Newcastle United er stærra félag en Tottenham að mati Bjarna Guðjónssonar.
Newcastle United er stærra félag en Tottenham að mati Bjarna Guðjónssonar. getty/Alex Livesey

Í lok Sunnudagsmessunnar voru þeir Kjartan Henry Finnbogason og Bjarni Guðjónsson beðnir um að velja leikmenn fyrir þrjú lið í ensku úrvalsdeildinni; Chelsea, Manchester United og Tottenham.

Kjartan Henry og Bjarni áttu að finna leikmenn í ensku úrvalsdeildinni utan „stærstu“ sex liðanna til að styrkja Chelsea, United og Tottenham.

Bjarni furðaði sig á því að Tottenham væri í þessum hópi og vildi meina að Newcastle United ætti frekar heima þar.

„Nú erum við Tottenham í topp sex. Ég hugsaði áðan: Hvaða leikmaður vill fara í Tottenham? Er það bara því þeir eiga flottan heimavöll?“ sagði Bjarni.

Klippa: Messan - völdu leikmenn fyrir Chelsea, United og Spurs

Hann tók svo aftur upp þráðinn í lok samkvæmisleiksins þegar kom að því að finna leikmenn fyrir Spurs. Bjarni segir engan vafa liggja á því að Newcastle sé stærra félag.

„Þeir eru stærri. Það hljóta allir að vera þar,“ sagði Bjarni sem var á því að Nick Pope, markvörður Newcastle, myndi styrkja Tottenham. Kjartan Henry vildi hins vegar fá Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, til Spurs.

Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×