Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Bosníumenn hafa farið athyglisverða leið í undirbúningi sínum fyrir komandi leik við Þýskaland í Þjóðadeild karla í fótbolta. Fótbolti 14. nóvember 2024 12:02
Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gróttumenn gleðjast yfir því að hafa fengið Rúnar Pál Sigmundsson sem þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta. Hann skrifaði undir samning til þriggja ára við félagið. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 10:26
Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, er væntanlega á leið í langt bann fyrir kynþáttafordóma í garð fyrirliða liðsins, Sons Heung-min. Enski boltinn 14. nóvember 2024 10:01
Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, hefur gagnrýnt þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum fyrir næstu leiki þess. Hann segir að landsliðið sé mikilvægara en félagsliðið. Fótbolti 14. nóvember 2024 09:31
Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool og argentínska landsliðsins, hefur greint frá því að fyrrverandi kærasta hans hafi kært hann. Enski boltinn 14. nóvember 2024 08:31
Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum. Íslenski boltinn 14. nóvember 2024 08:02
Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti á mánudag að dregið verði í riðlakeppni í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða þann 5. desember næstkomandi. Fyrirhuguð keppnin hefur sætt mikilli gagnrýni víða að. Fótbolti 14. nóvember 2024 07:34
„Vinsamlegast látið hann í friði“ Þrátt fyrir að Kylian Mbappé sé hvergi sjáanlegur í franska landsliðinu þá þarf franski landsliðsþjálfarinn engu að síður að svara spurningum um hann á blaðamannafundi liðsins. Fótbolti 14. nóvember 2024 06:32
Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Fótbolti 13. nóvember 2024 23:31
Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Rúben Amorim er tekinn við sem knattspyrnustjóri Manchester United og stýrir liðinu í fyrsta sinn eftir landsleikjahlé. Þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem Amorim mætir á Old Trafford. Enski boltinn 13. nóvember 2024 23:02
Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Nikola Vasic varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar en liðsfélagi Hlyns Freys Karlssonar skoraði sautján mörk fyrir Brommapojkarna. Fótbolti 13. nóvember 2024 22:31
Coote dómari í enn verri málum Ensku dómarasamtökin taka nýjustu fréttir af dómaranum David Coote mjög alvarlega en dómarinn umdeildi virðist vera kominn í enn verri mál. Enski boltinn 13. nóvember 2024 21:47
Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Landsliðskonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanada Andradóttir voru báðar í byrjunarliði liða sinna í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 13. nóvember 2024 19:42
Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum N’Golo Kanté verður fyrirliði franska fótboltalandsliðsins í þessum landsleikjaglugga en landsliðsþjálfarinn gaf þetta út á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 13. nóvember 2024 18:36
Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. Enski boltinn 13. nóvember 2024 18:01
Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Milutin Osmajic, samherji Stefáns Teits Þórðarsonar hjá enska B-deildarliðinu Preston, mun ekki mæta Stefáni á laugardaginn þegar Svartfjallaland og Ísland eigast við í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fótbolti 13. nóvember 2024 16:46
Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Fótbolti 13. nóvember 2024 16:01
Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tyrkneska fótboltafélagið Ankaragücü er ósátt við fangelsisdóminn sem fyrrverandi forseti þess, Faruk Koca, fékk fyrir að kýla dómara. Fótbolti 13. nóvember 2024 13:01
Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri sigraði Aserbaídsjan, 0-2, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Fótbolti 13. nóvember 2024 12:19
Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Fótbolti 13. nóvember 2024 12:06
Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað bæði Víking R. og Breiðablik vegna hegðunar stuðningsmanna í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta, sem fram fór í Víkinni 27. október. Sekt heimaliðsins er þrefalt hærri en sekt útiliðsins. Íslenski boltinn 13. nóvember 2024 11:43
Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt ÍA var í dag sektað um 75 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna ummæla Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, eftir tap fyrir Víkingi í haust. Íslenski boltinn 13. nóvember 2024 11:42
Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Mark Chapman ku hafa hafnað tilboði BBC um að taka við Match of the Day af Gary Lineker þar sem hann vildi ekki deila stjórn þáttarins með Kelly Somers. Enski boltinn 13. nóvember 2024 11:02
Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Roy Keane var fyrirliði írska landsliðsins á sínum tíma. Tengdasonur hans var hins vegar valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn á dögunum. Fótbolti 13. nóvember 2024 10:31
Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Þorsteinn Leó Gunnarsson, hefur stimplað sig inn í atvinnumennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þorsteinn, sem minnti rækilega á sig með skotsýningu í landsleik Íslands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í atvinnumennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfirstandandi tímabil frá Aftureldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni. Handbolti 13. nóvember 2024 10:01
Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Adriano segir að ferill sinn sé mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum. Brasilíumaðurinn glímir við alkahólisma og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að myndband af honum þamba bjór úti á götu fór í dreifingu. Fótbolti 13. nóvember 2024 09:31
Hætt eftir drónaskandalinn Bev Priestman er hætt sem þjálfari kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir drónaskandalinn á Ólympíuleikunum í París. Fótbolti 13. nóvember 2024 08:32
Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Wissam Ben Yedder, sem lék nítján leiki fyrir franska fótboltalandsliðið á sínum tíma, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Fótbolti 13. nóvember 2024 07:35
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. Fótbolti 13. nóvember 2024 07:00
Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Markvörðurinn Mary Earps verður fyrst knattspyrnukvenna til að fá vaxmynd af sér á hið víðfræga vaxmyndasafn Madame Tussauds. Fótbolti 12. nóvember 2024 23:30