Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 19:02 Atvikið umrædda með Arsenal-manninum William Saliba og Everton-maninum Thierno Barry. Getty/Chris Brunskill Topplið ensku úrvalsdeildarinnar slapp heldur betur með skrekkinn á dögunum í naumum sigri og dómaramatsnefndin fræga hefur nú komist að því að Arsenal græddi á mistökum dómara og myndbandsdómara. Everton hefði nefnilega átt að fá vítaspyrnu í 1-0 tapi sínu gegn Arsenal þann 20. desember síðastliðinn, að sögn umræddrar nefndar ensku úrvalsdeildarinnar sem tekur fyrir lykilatvik í leikjum. Arsenal var 1-0 yfir á 57. mínútu þegar William Saliba og framherji Everton, Thierno Barry, lentu saman innan vítateigs. Barry náði boltanum fyrst en franski varnarmaður Arsenal sparkaði í fót hans. Everton wrongly denied penalty in Arsenal loss, says panel https://t.co/PogcXZjhDs— BBC News (UK) (@BBCNews) December 31, 2025 Nefndin kaus með þremur atkvæðum gegn tveimur að ákvörðun dómarans, Sam Barrott, um að dæma ekki vítaspyrnu hefði verið röng. Hún kaus einnig með þremur atkvæðum gegn tveimur að myndbandsdómarinn, Michael Salisbury, hefði átt að senda dómarann af skjánum til að breyta ákvörðun sinni. Þrír nefndarmenn tóku fram að „Saliba sparkar af gáleysi í Barry án þess að snerta boltann“ og töldu þeir þetta vera augljós mistök. Tveir nefndarmenn studdu ákvörðunina um að dæma ekki víti þar sem „snertingin var ekki nægilega mikil og viðbrögðin komu seint“. David Moyes stjóri Everton skildi ekki hvers vegna svipuð atvik hefðu leitt til vítaspyrna. Hann vísaði sérstaklega til vítaspyrnu sem dæmd var á Fulham gegn Nottingham Forest tveimur dögum síðar. Nefndin studdi þá ákvörðun einróma. „Ég var hálfpartinn að kafna í gærkvöldi þegar ég sá ákvörðunina sem var tekin fyrir Fulham en ekki fyrir okkur,“ sagði Moyes. „Það er eins og ákveðin félög fái þessar ákvarðanir en önnur ekki.“ Hver nefnd um lykilatvik í leikjum er skipuð fimm meðlimum. Þrír eru fyrrverandi leikmenn eða þjálfarar, auk þess sem einn fulltrúi er frá ensku úrvalsdeildinni og einn frá samtökum atvinnudómara. Það má sjá þetta atvik í myndbandinu hér fyrir ofan þar sem eru sýndar svipmyndir úr leiknum. Atvikið kemur rúmlega mínútu í myndbandinu. Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Everton hefði nefnilega átt að fá vítaspyrnu í 1-0 tapi sínu gegn Arsenal þann 20. desember síðastliðinn, að sögn umræddrar nefndar ensku úrvalsdeildarinnar sem tekur fyrir lykilatvik í leikjum. Arsenal var 1-0 yfir á 57. mínútu þegar William Saliba og framherji Everton, Thierno Barry, lentu saman innan vítateigs. Barry náði boltanum fyrst en franski varnarmaður Arsenal sparkaði í fót hans. Everton wrongly denied penalty in Arsenal loss, says panel https://t.co/PogcXZjhDs— BBC News (UK) (@BBCNews) December 31, 2025 Nefndin kaus með þremur atkvæðum gegn tveimur að ákvörðun dómarans, Sam Barrott, um að dæma ekki vítaspyrnu hefði verið röng. Hún kaus einnig með þremur atkvæðum gegn tveimur að myndbandsdómarinn, Michael Salisbury, hefði átt að senda dómarann af skjánum til að breyta ákvörðun sinni. Þrír nefndarmenn tóku fram að „Saliba sparkar af gáleysi í Barry án þess að snerta boltann“ og töldu þeir þetta vera augljós mistök. Tveir nefndarmenn studdu ákvörðunina um að dæma ekki víti þar sem „snertingin var ekki nægilega mikil og viðbrögðin komu seint“. David Moyes stjóri Everton skildi ekki hvers vegna svipuð atvik hefðu leitt til vítaspyrna. Hann vísaði sérstaklega til vítaspyrnu sem dæmd var á Fulham gegn Nottingham Forest tveimur dögum síðar. Nefndin studdi þá ákvörðun einróma. „Ég var hálfpartinn að kafna í gærkvöldi þegar ég sá ákvörðunina sem var tekin fyrir Fulham en ekki fyrir okkur,“ sagði Moyes. „Það er eins og ákveðin félög fái þessar ákvarðanir en önnur ekki.“ Hver nefnd um lykilatvik í leikjum er skipuð fimm meðlimum. Þrír eru fyrrverandi leikmenn eða þjálfarar, auk þess sem einn fulltrúi er frá ensku úrvalsdeildinni og einn frá samtökum atvinnudómara. Það má sjá þetta atvik í myndbandinu hér fyrir ofan þar sem eru sýndar svipmyndir úr leiknum. Atvikið kemur rúmlega mínútu í myndbandinu.
Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira