Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Birkir Bjarna „montaði“ sig af Messi treyjunni

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er handhafi landsleikjametsins og hefur alls spilað 113 landsleiki á ferlinum. Hann er þó sérstaklega ánægður með eina treyju sem hann fékk í skiptum í þessum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Deschamps telur veikindin hafa haft slæm áhrif

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði veikindin sem herjuðu á franska liðið í aðdraganda úrslitleiks heimsmeistaramótsins sem fram fór í Doha í Katar í dag hafi haft bæði andleg og líkamleg áhrif á leikmenn liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi ekki hættur með landsliðinu

Lionel Messi kveðst ekki ætla að hætta á toppnum með argentínska karlalandsliðinu í fótbolta karla en hann varð heimsmeistari með liðinu í Doha í Katar fyrr í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Messi valinn bestur á mótinu

Lionel Messi var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem lauk með sigri Messi og félaga hjá Argentínu í Doha og Katar í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Messi kveður HM með því að lyfta loksins styttunni

Argentína er heimsmeistari í fótbolta karla eftir sigur gegn Frakklandi í stórkostlegum úrslitaleik á Lusail leikvangnum í Doha í Katar í dag. Úrslitin réðust eftir vítaspyrnukeppni en staðan var 3-3 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar?

Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka.

Fótbolti
Fréttamynd

Kolbeinn skoraði og Hjörtur byrjaði

Kolbeinn Þórðarson og Hjörtur Hermannsson byrjuðu báðir í sigurleikjum fyrir lið sín í kvöld. Lommel, lið Kolbeins, lagði varalið Standard Liegé og Hjörtur var í hjarta varnarinnar fyrir Pisa í ítölsku B-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð

Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Króatar unnu brons á HM 1998 en Afríkulið hefur aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörðurinn laminn til blóðs með tunnu - myndskeið

Það fór allt úr böndunum í nágrannaslag Melbourne-liðanna Melbourne City og Melbourne Victory í efstu deild karla í fótbolta í nótt. Stuðningsmaður Melbourne Victory lamdi meðal annars markvörð Melbourne City, Thomas Glover, í höfuðið en leikurinn var flautaður af í kjölfarið af ólátum stuðningsmanna liðanna.  

Fótbolti
Fréttamynd

Deschamps segir spurningar um endurkomu Benzema fáránlegar

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins en þar mætir franska liðið því argentínska í Doha í Katar á morgun. Deschamps var meðal annars spurður hvort einhver möguleiki væri á að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakka í þeim leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýliðarnir styrkja sig

Brynj­ar Snær Páls­son geng­inn til liðs við karlalið HK í fótbolta. Brynjar Snær sem er 21 á miðvallarleikmður kemur í Kórinn frá Skagamönnum en þessi uppaldi Borgnesingur hefur leikið með Skaganum frá árinu 2017.

Fótbolti