Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2024 08:01 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson segist ekki hafa getað sagt nei við Hollywood liðið Wrexham þegar þjálfarinn hringdi í hann. Hann hefur gert þriggja mánaða samning við liðið. Rætt var við Jón Daða í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“ Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira
Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira