Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2024 08:01 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson segist ekki hafa getað sagt nei við Hollywood liðið Wrexham þegar þjálfarinn hringdi í hann. Hann hefur gert þriggja mánaða samning við liðið. Rætt var við Jón Daða í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“ Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira