Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2024 08:01 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson segist ekki hafa getað sagt nei við Hollywood liðið Wrexham þegar þjálfarinn hringdi í hann. Hann hefur gert þriggja mánaða samning við liðið. Rætt var við Jón Daða í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“ Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira