FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 22:02 Thomas Delaney, fyrirliði FCK, í baráttunni í leik helgarinnar. FC Kaupmannahöfn FC Kaupmannahöfn lét vita að það hefði áhyggjur af því hvernig öryggismálum á Bröndby-vellinum væri háttað fyrir leik liðanna um helgina í efstu deild Danmerkur. Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Áður en leikur hófst fór allt fjandans til og var leiknum seinkað um fimmtán mínútur eftir að áhorfendur skutu blysum að hvor öðrum og þar fram eftir götunum. Fótboltamiðillinn Bold greinir frá því að FCK hafi kvartað oftar en einu sinni yfir aðstöðu stuðningsfólks síns á heimavelli Bröndby. Heimaliðið taldi áhyggjurnar hins vegar óþarfar og breytti engu í aðdraganda leiksins. Brondby v FC Copenhagen now #BIF #fcklive pic.twitter.com/4VhJOhwpHF— FootballAwaydays (@Awaydays23) October 27, 2024 Klukkutíma fyrir leik fór urmull grímuklæddra manna að suðurhluta vallarins, þar sem stuðningsfólk FCK er staðsett, og grýtti blysum í átt þeirra. Öryggisverðir staðsettu sig á milli stuðningsfólks gestanna og aðilanna með grímurnar. Á sama tíma flúði fjölskyldufólk úr stúkunni. Um 50 lögreglumenn mættu í kjölfarið út á völl til að ná tökum á aðstæðum. Fimm þeirra urðu fyrir blysum og í kjölfarið var leiknum frestað um stundarfjórðung. Bold greinir frá því að félögin tvö, lögreglan og Knattspyrnusamband Danmerkur hafi fundað fyrir leik og þar hafi FCK kvartað yfir skorti á öryggi en Bröndby var á öðru máli. 🚨🇩🇰 Very strong tensions between Copenhagen and Brøndby fans. 😳 pic.twitter.com/XzduZdog7F— EuroFoot (@eurofootcom) October 27, 2024 Leikurinn sjálfur var heldur óspennandi og lauk með markalausu jafntefli. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK. Eftir leik kom hins vegar einnig upp atvik sem Bold greinir frá. Eins og venja er þarf stuðningsfólk sem styður útiliðið í leikjum liðanna að vera á vellinum í klukkustund eftir að leik lýkur. Er það gert til að stuðningsfólki liðanna lendi ekki saman beint eftir leikslok. Á sunnudag mættu hins vegar um 150 grímuklæddir stuðningsmenn Bröndby til að ógna öryggi stuðningsfólks FCK sem var læst inn á vellinum í 20 mínútur til viðbótar á meðan öryggi þeirra var tryggt. Ronnie Kesby, öryggisfulltrúi Bröndby, neitaði viðtali við Bold en miðillinn greinir frá því að þetta er langt því frá í fyrsta sinni sem öryggi gestaliðsins er ábótavant á Bröndby-vellinum. Í leik liðanna á síðustu leiktíð hafði reyksprengjum verið komið fyrir í hluta vallarins sem stuðningsfólk gestaliðsins er og þær sprengdar eftir að svæðið var fullt af stuðningsfólki FCK. Þá réðst fjöldi stuðningsmanna Bröndby á stuðningsfólk AGF eftir að Bröndby hafði tapað titlinum í lokaumferð deildarinnar á síðustu leiktíð. Var fjöldi manna handtekinn í kjölfarið. Danska knattspyrnusambandið hefur gefið út að næstu leikir Bröndby og FCK fari fram án þess að stuðningsfólk útiliðsins fái að mæta á völlinn. F.C. København tager på det kraftigste afstand fra dagens episode i Brøndby og accepterer Divisionsforeningens forbud mod udefans til Derby på ubestemt tid #fcklive https://t.co/GsDFPFmDSf— F.C. København (@FCKobenhavn) October 27, 2024 Eftir jafntefli helgarinnar er FCK í 2. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 13 umferðum, tveimur stigum minna en ríkjandi meistarar Midtjylland. Bröndby er í 6. sæti með 19 stig.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira