Mourinho var bara að segja brandara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:01 Jose Mourinho er ekki bara að hrauna yfir mann og annan í viðtölum eftir súr úrslit. Hann segir stundum líka brandara. Getty/Ali Atmaca/ Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United. Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn UEFA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn UEFA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira