Mourinho var bara að segja brandara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:01 Jose Mourinho er ekki bara að hrauna yfir mann og annan í viðtölum eftir súr úrslit. Hann segir stundum líka brandara. Getty/Ali Atmaca/ Jose Mourinho heldur því fram að hann fái ekki sanngjarna meðferð hjá Knattspyrnusambandi UEFA. Mourinho fékk rauða spjaldið í síðasta Evrópuleiknum sínum sem var á móti hans gömlu lærisveinum í Manchester United. Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Sjá meira
Mourinho telur að hann þurfi að þola þetta óréttlæti af hálfu evrópska sambandsins síðan að hann hraunaði yfir Anthony Taylor eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2023. Mourinho var í framhaldinu dæmdur í fjögurra leikja bann enda fór hann langt yfir strikið. „Mín tilfinning er sú að ég sé í vandræðum í Evrópu. Ég tapaði þessum úrslitaleik á þann hátt að ég hef enn ekki sætt mig við það tap. En ég hef líka fundið fyrir því síðan,“ sagði Mourinho við Sky Sports. „Ég vil ekki fá sérstaka meðferð. Ég vil fá heiðarlega meðferð. Bara það. Ef ég geri eitthvað rangt, refsið mér, en ef ég geri ekkert rangt, látið mig i friði. Það er hins vegar farið að verða mjög erfitt,“ sagði Mourinho. Portúgalski stjórinn ræddi líka ummæli sín eftir Manchester United leikinn á dögunum. Þau vöktu vissulega talsverða athygli. Hann sagðist þá vilja stýra ensku liði sem tæki ekki þátt í Evrópukeppni. „Ég sagði bara brandara. Ég fer aldrei til liðs sem er í fallbaráttu. Það mun aldrei gerast,“ sagði Mourinho. „Ég yrði svo fúll og leiður og ég er ekki á þeim stað á ferlinum til að standa í slíku. Ég er á þeim stað á ferlinum þar sem ég vil upplifa ánægju allan tímann og fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppnum,“ sagði Mourinho. „Ég ætla ekki að fara í fallbaráttu. Það er svo erfitt. Í hreinskilni sagt þá hlýtur það vera það erfiðasta. Það er miklu erfiðara en að spila um titlana,“ sagði Mourinho. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn UEFA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Sjá meira