Í leyfi eftir að hafa misst fjögurra mánaða afabarn Knattspyrnustjórinn reyndi Steve Bruce verður ekki með liði sínu Blackpool á morgun eftir að hafa misst afabarn sitt, aðeins fjögurra mánaða gamalt. Enski boltinn 19. október 2024 07:02
„Ævintýri og lygar í boði sumra ykkar“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar fjölmiðlamenn um að spinna lygar um framtíð hans í starfi. Allir hjá United séu á sömu blaðsíðu. Enski boltinn 18. október 2024 22:57
Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. Íslenski boltinn 18. október 2024 19:32
Jón Dagur út í hálfleik en upp um þrjú sæti Eftir flotta frammistöðu með landsliðinu gegn Wales var Jón Dagur Þorsteinsson mættur í slaginn með Herthu Berlín í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Braunschweig í þýsku B-deildinni í fótbolta. Fótbolti 18. október 2024 18:55
Sara öflug og komst áfram í bikarnum Sara Björk Gunnarsdóttir átti ríkan þátt í 4-1 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta í dag. Fótbolti 18. október 2024 17:34
Mainoo frá í nokkrar vikur Manchester United verður án miðjumannsins Kobbies Mainoo næstu vikurnar. Hann er meiddur aftan í læri. Enski boltinn 18. október 2024 15:32
Njarðvík fær nýja ásýnd Íþróttafélagið Njarðvík fær nýja ásýnd að tilefni 80 ára afmælis félagsins. Nýtt merki er tekið til notkunar. Sport 18. október 2024 14:32
Fanney sögð á leið til Svíþjóðar Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er sögð hafa samið við lið Häcken í Svíþjóð. Íslenski boltinn 18. október 2024 14:01
Nýir þjálfarar drepi alla sköpun Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín. Fótbolti 18. október 2024 13:02
Ræddu við tíu en fáir kannast við símtal Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa. Enski boltinn 18. október 2024 12:31
Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum. Fótbolti 18. október 2024 11:02
Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja. Fótbolti 18. október 2024 10:31
Messi: Hamingjan skiptir mig meira máli en að spila á HM 2026 Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi segist einblína á það að vera hamingjusamur og heilsuhraustur á þessum tímapunkti á ferlinum frekar en að velta sér upp úr því hvort hann verði með á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026. Fótbolti 18. október 2024 09:01
Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Íslenski boltinn 18. október 2024 08:03
Vilja prófa að leyfa áfengi á kvennaleikjum í Englandi Tvö félög úr enska kvennafótboltanum fá að prófa það að leyfa fólki að drekka áfengi á sama tíma og það horfir á fótboltaleiki úr áhorfendastúkunni. Enski boltinn 18. október 2024 07:31
Börkur hló spurður um framboð: „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn“ Börkur Edvardsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Vals, útilokar ekki að snúa sér að stjórnmálum einhvern tímann í framtíðinni. Hann ætlar þó ekki í framboð fyrir komandi alþingiskosningar. Fótbolti 17. október 2024 23:17
Sveindís og Amanda áttu strembið Meistaradeildarkvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og Amanda Andradóttir urðu báðar að sætta sig við tap í kvöld í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, gegn ógnarsterkum mótherjum. Fótbolti 17. október 2024 21:35
Ómar Björn áfram í Bestu deildinni Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 17. október 2024 18:58
Aðeins tvöfaldur espressó gegn Íslandi Emma Hayes, þjálfari ólympíumeistaranna í bandaríska landsliðinu í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn fyrir vináttulandsleikina tvo við Ísland í lok þessa mánaðar. Fótbolti 17. október 2024 17:22
Myndasyrpa: Fyrsta skóflustungan tekin og Ásmundur á traktornum Borgarstjóri, formaður KSÍ og ráðherra íþróttamála tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasinu á Laugardalsvelli í dag. Íslenski boltinn 17. október 2024 15:58
Pogba segir að danssagan sé lygi Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Enski boltinn 17. október 2024 14:31
Færeyingar ráku þjálfara sinn Svíinn Håkan Ericson verður ekki áfram þjálfari færeyska fótboltalandsliðsins. Fótbolti 17. október 2024 14:01
Fyrsta skóflustungan tekin á Laugardalsvelli í dag Í dag verður fyrsta skóflustungan að nýja grasinu á Laugardalsvelli tekin. Leggja á nýtt blandað gras á völlinn. Íslenski boltinn 17. október 2024 13:09
Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Enski boltinn 17. október 2024 12:31
Labbar mest af öllum í ensku úrvalsdeildinni Enska úrvalsdeildin í fótbolta hefst á ný um helgina eftir landsleikjahlé en búnar eru sjö umferðir af tímabilinu. Enski boltinn 17. október 2024 11:02
Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Fótbolti 17. október 2024 10:01
Allt bendir til þess að Liverpool missi Trent í sumar Stuðningsmenn Liverpool þurfa væntanlega að horfa á eftir einum vinsælasta leikmanni liðsins eftir þetta tímabil. Enski boltinn 17. október 2024 09:32
Árni tekur við Fylki af Rúnari Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Íslenski boltinn 17. október 2024 09:13
Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17. október 2024 09:01
Eiginkona Kyle Walker sækir um skilnað Enska götublaðið The Sun hefur greint frá því að Annie Kilner hafi sótt um skilnað frá Kyle Walker, leikmanni Englandsmeistara Manchester City og enska landsliðsins eftir þrálátt framhjáhald hans. Enski boltinn 16. október 2024 23:31