Enski boltinn

Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lisandro Martinez var mjög sáttur eftir sigur Manchester United á nágrönnum sínum í Manchester City.
Lisandro Martinez var mjög sáttur eftir sigur Manchester United á nágrönnum sínum í Manchester City. Getty/Joe Prior

Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, hefur skorað á Paul Scholes og Nicky Butt að endurtaka gagnrýni sína augliti til auglitis eftir að þeir sögðu að Erling Haaland myndi láta varnarmann Manchester United líta út eins og „lítið smábarn“ í Manchester-slagnum.

Í hlaðvarpsþætti fyrir leikinn spáði Butt því að Haaland myndi „taka Martinez upp og hlaupa með hann“ og að viðureign þeirra á Old Trafford myndi minna á „pabba að hlaupa niður götuna með lítið smábarn eftir skóla“.

„Hann myndi skora og henda honum svo í netið,“ bætti Paul Scholes við.

En eftir að Martinez hélt Haaland í skefjum í glæsilegum 2-0 sigri United svaraði Argentínumaðurinn fyrrverandi leikmönnunum – og sérstaklega Scholes – fullum hálsi.

Heim til mín, hvert sem er

„Í hreinskilni sagt má hann segja hvað sem hann vill,“

Scholes svaraði ummælum Martínez fljótt og skrifaði á Instagram: „Einhver átti góðan leik, var virkilega ánægður fyrir þína hönd... Te, engan sykur, takk @lisandromartinezzz.“

Vitað er að United er óánægt með ummæli Scholes og Butt í hlaðvarpi sínu og telur þau vera tilraun til að hæðast að Martinez frekar en að bjóða upp á uppbyggilega greiningu.

Bæði Scholes og Butt hafa verið á Old Trafford nýlega en þeir sáust í stúku stjórnarmanna ásamt Sir Alex Ferguson í 2-1 tapi United gegn Brighton í FA-bikarnum um helgina fyrir grannaslaginn – leik sem Martinez spilaði í.

Auglitis til auglitis segir enginn neitt

„Ég ber virðingu fyrir [fyrrverandi leikmönnum] þegar þeir vilja hjálpa félaginu því allir geta talað í sjónvarpinu en þegar þú hittir þá hér augliti til auglitis segir enginn neitt við þig,“ hélt Martinez áfram.

„Þannig að mér er eiginlega alveg sama hvað þeir segja. Ég einbeiti mér bara að minni frammistöðu, frammistöðu liðsins og ég gef allt fyrir þetta félag til míns síðasta dags,“ sagði Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×