Meiðslapésarnir fara frá Liverpool Liverpool mun ekki bjóða Thiago og Joel Matip samningsframlengingu að tímabilinu loknu. Enski boltinn 17. maí 2024 16:30
Infantino segir samtökunum að hætta „tilgangslausu þrasi“ um leikjaálag Forseti FIFA, Gianni Infantino, var heldur harðorður í garð samtakanna sem gagnrýnt hafa fyrirhugaðar breytingar á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann sagði gagnrýnina tilgangslausa og benti á að þeir fáu leikir sem FIFA skipuleggur fjármagna fótboltastarfsemi um allan heim. Fótbolti 17. maí 2024 16:01
Slot staðfestir að hann taki við Liverpool Hollendingurinn Arne Slot staðfesti í dag að hann myndi taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool af Þjóðverjanum Jurgen Klopp sem lætur af störfum eftir lokaumferð deildarinnar á sunnudaginn kemur. Enski boltinn 17. maí 2024 15:47
Vill komast hjá því að afhenda City bikarinn Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar mun vera viðstaddur leik Arsenal og Everton á Emirates leikvanginum í Lundúnum í komandi lokaumferð deildarinnar þar sem að baráttan um Englandsmeistaratitilinn ræðst. Það gerir Masters þrátt fyrir að líklegra þyki að Englandsmeistaratitillinn verði afhentur í Manchesterborg. Enski boltinn 17. maí 2024 15:30
„Það eru alltaf einhverjar leiðir sem opnast í pressu“ Þorsteinn Halldórsson gaf sig til tals fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins gegn Austurríki í undankeppni EM. Þar á hann á von á tveimur erfiðum leikjum gegn sterkum andstæðingi sem spilar á háu orkustigi. Fótbolti 17. maí 2024 15:01
Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. Fótbolti 17. maí 2024 13:28
Þorsteinn valdi þrjá nýliða fyrir mikilvæga leiki Ný nöfn eru í íslenska landsliðshópnum fyrir risaleiki í undankeppni EM kvenna í fótbolta. Cecilía Rán Rúnarsdóttir snýr líka til baka í landsliðið. Fótbolti 17. maí 2024 13:10
Svona var blaðamannafundur Þorsteins fyrir mikilvæga leiki Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, gerir fjórar breytingar og kallar á þrjá nýliða í nýjasta landsliðshóp sinn. Hér má sjá hann ræða hópinn sinn á blaðamannafundi. Fótbolti 17. maí 2024 13:01
Allt í skrúfunni hjá Bæjurum: Tuchel fer eftir allt saman „Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hér,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Bayern München, á fundi í morgun. Félagið leitar áfram logandi ljósi að nýjum þjálfara. Fótbolti 17. maí 2024 11:27
Fjórir af tíu launahæstu íþróttamönnum heims spila í Sádi-Arabíu Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu, er launahæsti íþróttamaður heims samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes. Fótbolti 17. maí 2024 10:30
Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Fótbolti 17. maí 2024 09:00
Klopp enn fúll út í Maddison eftir að Liverpool missti af titlinum 2019 James Maddison er ekki á jólakortalista Jürgens Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Þjóðverjinn hefur ekki enn fyrirgefið honum atvik fyrir fimm árum. Enski boltinn 17. maí 2024 08:00
Barcelona þarf tæplega tuttugu milljarða fyrir lok júnímánaðar Barcelona þarf að fá tæplega tuttugu milljarða íslenskra króna í kassann fyrir 30. júní ætli félagið sér að festa kaup á leikmönnum, eða skrá nýja leikmenn, í sumar. Fótbolti 16. maí 2024 23:30
Börsungar styrktu stöðu sína í öðru sæti Barcelona vann 2-0 útisigur á Almería í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sigurinn styrkir stöðu liðsins í 2. sæti deildarinnar sem Real Madríd hefur nú þegar unnið. Fótbolti 16. maí 2024 21:47
Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Íslenski boltinn 16. maí 2024 21:31
Uppgjör: Stjarnan - KR 5-3 | Endurkoma KR-inga hófst of seint gegn Stjörnunni Stjörnumenn lögðu KR-inga að velli með fimm mörkum gegn þremur þegar liðin áttust við í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2024 21:31
Leeds í úrslit um sæti í ensku úrvalsdeildinni Leeds United er komið í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 4-0 sigur á Norwich City í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli en í kvöld var aldrei spurning um hvort liðið væri á leið á Wembley. Enski boltinn 16. maí 2024 21:05
Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn, ríkjandi meisturum. Fótbolti 16. maí 2024 20:15
Kolbeinn lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar Kolbeinn Þórðarson lagði upp jöfnunarmark Gautaborgar í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Sirius þegar liðin mættust í sænsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Fótbolti 16. maí 2024 19:30
Viðar Ari skoraði og lagði upp í ótrúlegum sigri Viðar Ari Jónsson skoraði eitt af sjö mörkum HamKam í 7-1 útisigri liðsins á Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Þá lagði hann upp eitt til viðbótar. Fótbolti 16. maí 2024 18:26
Stefán Teitur skoraði þegar Silkeborg lagði AGF annað sinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmark Silkeborg þegar liðið lagði AGF í dönsku efstu deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 16. maí 2024 18:05
UEFA setur pressu á City Football Group UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári. Fótbolti 16. maí 2024 17:15
Fyrirliði 21 árs landsliðs Svía skiptir um landslið Armin Gigović hefur verið fyrirliði 21 árs landsliðs Svía í fótbolta en spilar aldrei fyrir A-landsliðið. Hann ákvað að skipta um landslið. Fótbolti 16. maí 2024 16:46
Tímabilið búið hjá Ederson og City treystir á Ortega í síðustu tveimur leikjunum Ederson, markvörður Manchester City, missir af síðustu tveimur leikjum tímabilsins vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tottenham í fyrradag. Hann er með brákaða augntóft. Enski boltinn 16. maí 2024 16:31
Margrét Lára: Mér finnst hún hafa verið stórkostleg Breiddin hjá kvennaliði Breiðabliks var til umræðu í Bestu mörkunum í gær en Blikakonur hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og það með markatölunni 16-1. Íslenski boltinn 16. maí 2024 16:01
Chelsea sló spjaldametið í deildinni Chelsea setti nýtt met í sigurleik sínum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi um leið og liðið bætti stöðu sína í baráttunni um Evrópusætin. Metið er nú ekki eftirsótt. Enski boltinn 16. maí 2024 15:30
Hjólaði frá Mongólíu og grét af gleði þegar hann hitti hetjuna Ochirvaani Batbold, eða Ochiroo eins og hann er kallaður eftir helstu hetju sinni, Wayne Rooney, hjólaði rúmlega 14.000 kílómetra frá heimili sínu í Mongólíu til Englands þar sem hann heimsótti Old Trafford. Enski boltinn 16. maí 2024 15:01
Þriðji markahæsti landsliðsmaðurinn leggur skóna á hilluna Indverska knattspynugoðsögnin og þriðji markahæsti landsliðsmaður heims, Sunil Chhetri, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann mun leika sinn síðasta landsleik gegn Kúveit, 6. júní næstkomandi. Fótbolti 16. maí 2024 14:30
Umboðsmaður Olise dæmdur í sex mánaða bann Glen Tweneboah, umboðsmaður Michael Olise, var dæmdur í sex mánaða bann af enska knattspyrnusambandinu eftir rannsóknir á samningi sem hann gekk frá við Reading árið 2019. Enski boltinn 16. maí 2024 13:30
Rashford reiður og reifst við áhorfanda fyrir leik Marcus Rashford reifst við áhorfanda í upphitun fyrir leik Manchester United og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 16. maí 2024 12:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti