Elísabet svekkt út í sjálfa sig eftir fimm marka skell fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 15:00 Elísabet Gunnarsdóttir tók við Belgíu í janúar. Nú styttist óðum í að hún stýri liðinu á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland verður einnig meðal þátttökuþjóða. Liðin gætu mögulega mæst í 8-liða úrslitum. PA-EFE/OLIVIER MATTHYS Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í belgíska landsliðinu í fótbolta máttu þola 5-0 skell gegn Frökkum í gærkvöld í vináttulandsleik nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist í Sviss. Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. EM 2025 í Sviss Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira