Fimm spennandi leikmenn af EM U-21 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 23:03 EM u-21 er komið í 8-liða úrslit Getty/Vísir Nú þegar undir 21 árs EM riðlunum er lokið er ljóst hverjir munu keppa í 8-liða úrslitum. Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum. Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Sjá meira
Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum.
Fótbolti Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Sjá meira