Fimm spennandi leikmenn af EM U-21 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 23:03 EM u-21 er komið í 8-liða úrslit Getty/Vísir Nú þegar undir 21 árs EM riðlunum er lokið er ljóst hverjir munu keppa í 8-liða úrslitum. Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum. Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum.
Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira