Gerði Portúgali að Evrópumeisturum og tekur nú við Aserbaídsjan Portúgalski knattspyrnuþjálfarinn Fernando Santos er tekinn við sem þjálfari karlalandsliðs Aserbaídsjan. Fótbolti 12. júní 2024 18:31
Rifta samningi við dýrasta leikmann félagsins Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur og franski knattspyrnumaðurinn Tanguy Ndombele hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins við félagið. Fótbolti 12. júní 2024 17:45
Uppgjör: Þór Ak. - Stjarnan 0-1 | Róbert Frosti dró Stjörnuna í undanúrslit Stjarnan er komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir dramatískan 1-0 sigur gegn Lengjudeildar liði Þórs á Akureyri fyrr í kvöld. Róbert Frosti Þorkelsson skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma eftir annars bragðdaufan leik. Íslenski boltinn 12. júní 2024 17:16
Frá Manchester til Monza Omari Forson neitaði nýjum samning hjá Manchester United og hefur nú samið við Monza sem endaði í 12. sæti Serie A á Ítalíu. Fótbolti 12. júní 2024 16:30
Ungstirni Bayern missir af EM vegna hálskirtlabólgu Ungstirnið Aleksandar Pavlović verður ekki með Þýskalandi á Evrópumóti karla í knattspyrnu þar sem hann er með hálskirtlabólgu. Fótbolti 12. júní 2024 16:00
Hjartnæm stund í Árbænum: Gestirnir gáfu sektarsjóðinn er Fylkismenn minntust fallins félaga Mörg hundruð manna mættu og mörg hundruð þúsund krónur söfnuðust í minningarleik Fylkismannsins Egils Hrafns Gústafssonar í gær. Íslenski boltinn 12. júní 2024 15:31
Tók skólabækurnar með þó hann sé að undirbúa sig fyrir EM Undrabarnið Lamine Yamal, leikmaður Barcelona, er í spænska landsliðshópnum sem tekur þátt á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Yamal er hins vegar aðeins 16 ára gamall og meðan aðrir leikmenn liðsins slaka á eða spila tölvuleiki situr hann yfir skólabókunum. Fótbolti 12. júní 2024 15:00
Sjáðu snögga afgreiðslu João Felix og snilldartvennu Ronaldo Cristiano Ronaldo og João Felix voru á skotskónum þegar Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi. Fótbolti 12. júní 2024 13:30
Einn af styrktaraðilum Newcastle sagður misþyrma starfsfólki Fyrirtækið Noon er einn af fjölmörgum styrktaraðilum enska knattspyrnufélagsins Newcastle United. Er fyrirtækið, sem staðsett er í Sádi-Arabíu, sagt misþyrma starfsmönnum sínum. Enski boltinn 12. júní 2024 11:00
Šeško ekki á förum frá Leipzig Slóvenski framherjinn Benjamin Šeško er ekki á förum og hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið RB Leipzig. Fótbolti 12. júní 2024 10:02
Þýska lögreglan vonast til að koma í veg fyrir átök Serba og Englendinga Þýska lögreglan trúir að allt að 500 serbneskar fótboltabullur ætli sér að mæta á leik Serbíu og Englands á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudag. Mun lögreglan gera hvað hún getur til að halda hópunum frá hvor öðrum. Fótbolti 12. júní 2024 08:00
Toni Kroos: Yrði aðeins of klisjukennt að vinna EM en ég tæki því alveg Toni Kroos telur það sannarlega verða lygilegan endi ef hann lyftir Evrópumeistaratitlinum með þýska landsliðinu áður en hann leggur skóna á hilluna. Fótbolti 11. júní 2024 23:00
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - Keflavík 5-2 | Blikar í undanúrslit Breiðablik tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Blikar komust 3-0 yfir eftir átján mínútur og unnu að lokum 5-2 sigur. Íslenski boltinn 11. júní 2024 22:07
„Erum í bikarnum til þess að vinna hann“ Breiðablik tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 5-2 sigur gegn Keflavík. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með sigurinn. Sport 11. júní 2024 22:00
„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. Sport 11. júní 2024 21:48
„Hefði átt að setja þrjú þannig ég er bara ósátt með það“ Valur tryggði farseðilinn í undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna í kvöld þegar þær sóttu sex marka sigur á Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýrinni. Íslenski boltinn 11. júní 2024 21:46
Ten Hag heldur starfi sínu hjá Manchester United Eftir lokafundi tímabilsins hjá stjórnarmönnum Manchester United var ákveðið að Erik Ten Hag skyldi halda starfi sínu. Enski boltinn 11. júní 2024 21:29
Ronaldo með tvennu í lokaleiknum fyrir EM Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi. Cristiano Ronaldo skoraði tvö frábær mörk. Fótbolti 11. júní 2024 21:12
„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. Íslenski boltinn 11. júní 2024 20:12
„Ef þú skorar ekki þá áttu ekki skilið að vinna“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þurfti að játa sig sigraðan þegar FH mætti Þór/KA í 8-liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Íslenski boltinn 11. júní 2024 19:53
Dæmdur í bann fyrir að fleygja „fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara“ Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 11. júní 2024 19:46
Leik lokið: FH - Þór/KA 0-1 | Sandra María skoraði strax og tryggði sigur FH féll úr leik í Mjólkurbikar kvenna eftir 0-1 tap gegn Þór/KA í 8-liða úrslitum. Sandra María Jessen kom inn á í hálfleik og skoraði strax á 48. mínútu til að tryggja sigur. Íslenski boltinn 11. júní 2024 19:15
Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur | Valskonur í undanúrslit eftir sex marka sigur Íslandsmeistarar Vals unnu afskaplega öruggan 6-0 sigur gegn Lengjudeildarliði Grindavíkur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Íslenski boltinn 11. júní 2024 18:33
Will Still vill stilla áfram upp í Frakklandi Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Fótbolti 11. júní 2024 18:00
Sleikti sólina á snekkju en þurfti svo að drífa sig á EM Ian Maatsen hefur verið kallaður inn í hollenska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi og mun því ekki lengur geta sleikt sólina á snekkju eins og hann hefur gert undanfarna daga. Fótbolti 11. júní 2024 17:30
Áfall fyrir Pólverja Pólska landsliðið varð fyrir áfalli í dag þegar aðeins eru nokkrir dagar í að EM hefjist. Fótbolti 11. júní 2024 15:01
Hættur að spá fyrir um þjálfaramál Man United Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir að hann sé hættur að reyna spá fyrir um hvað gerist í þjálfaramálum Manchester United. Hann ætli einfaldlega að bíða og sjá hvað gerist. Enski boltinn 11. júní 2024 12:30
Hinn eftirsótti Šeško áfram hjá Leipzig Þrátt fyrir að vera eftirsóttur af Arsenal, Chelsea ásamt Manchester og Newcastle United þá hefur hinn 21 árs gamli Benjamin Šeško ákveðið að vera áfram á mála hjá RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 11. júní 2024 12:01
De Jong ekki með Hollandi á EM Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, verður ekki með Hollandi á Evrópumóti karla í fótbolta sem hefst á föstudaginn kemur. Fótbolti 11. júní 2024 11:30
Hættir líklega ef England verður ekki Evrópumeistari Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands, hefur opinberað að hann muni að öllum líkindum hætta sem þjálfari enska karlalandsliðsins fari svo að England standi ekki uppi sem Evrópumeistari að loknu EM sem hefst á föstudaginn kemur. Fótbolti 11. júní 2024 11:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti