Fótbolti

Sænsku meistararnir örugg­lega á­fram

Siggeir Ævarsson skrifar
Taha Ali skoraði tvö í kvöld og þrjú mörk samanlagt í einvíginu
Taha Ali skoraði tvö í kvöld og þrjú mörk samanlagt í einvíginu Vísir/Getty

Íslendingaliðið Malmö komst nokkuð örugglega áfram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lagði Iberia frá Georgíu 3-1 og 6-2 samanlagt.

Daníel Tristan Gudjohnsen var í byrjunarliði Malmö í fremstu víglínu en líkt og í fyrri leik liðanna náði hann ekki að setja mark sitt á leikinn og var skipt út af á 65. mínútu. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum í kvöld rétt eins og í fyrri leiknum.

Liðin sem leika í þessari fyrstu umferð undankeppninnar eru flest frekar lítið þekkt og eiga sennilega ekki marga stuðningsmenn á Íslandi en þess má þó geta að frændur okkar frá Færeyjum, lið Víkings frá Leirvík, er úr leik eftir 1-0 tap gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar en samanlagt fór viðureignin 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×