Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Bræður munu berjast í Mal­mö: „Vona að þeir standi sig vel“

Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp eins og þrumu­ský á blaða­manna­fundi

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál

FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins.

Fótbolti