Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

ÍR og Grinda­vík sendu skýr skila­boð

ÍR-ingar unnu frábæran 3-0 sigur á Aftureldingu í kvöld, og komu sér upp fyrir Mosfellinga í 5. sæti, á meðan að Grindavík vann sætan 1-0 útisigur á liðinu í 2. sæti, Njarðvík, í Lengjudeild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið

Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja að Southgate gæti skipt um leik­kerfi

Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. 

Fótbolti
Fréttamynd

Verður á­fram hjá Manchester United

Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Foden finnur til með Southgate

Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni.

Fótbolti
Fréttamynd

Telur sig geta platað Klopp til að taka við Banda­ríkjunum

Tim Howard, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, segist handviss um að hann geti platað Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Liverpool, til að taka við bandaríska landsliðinu fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer að hluta til í Bandaríkjunum eftir tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég bað um að taka fimmta vítið“

Víkingur Reykjavík tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings, tók síðasta vítið og skaut sínu liði áfram.

Sport
Fréttamynd

„Þurfum bara að dekka í svona leik­at­riðum“

„Það er ekki hægt að setja tölur á tilfinningar og það er bara svekkjandi að tapa. Þetta var 0-0 leikur og við bara klikkum á dekkningu undir lokin og Valur refsar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Valskonum á Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ratclif­fe lætur 250 starfs­menn Man United fara

Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pal­hinha á leið til Bayern á met­fé

Bayern München gerði sitt besta til að festa kaup á portúgalska miðjumanninn João Palhinha á síðustu leiktíð. Loksins hefur þýska knattspyrnufélagið haft erindi sem erfiði en Fulham hefur samþykkt tilboð sem gerir hann að dýrustu sölu í sögu félagsins.

Fótbolti