Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Rafn Ágúst Ragnarsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. ágúst 2025 21:47 Brøndby-menn voru heldur betur ekki ánægðir með sína menn eftir leik. Vísir/Diego Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06