Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Rafn Ágúst Ragnarsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. ágúst 2025 21:47 Brøndby-menn voru heldur betur ekki ánægðir með sína menn eftir leik. Vísir/Diego Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Allt ætlaði um koll að keyra þegar flautað var til leiksloka í Víkinni í kvöld eftir yfirburðasigur Víkinga á dönskum mótherjum sínum í Brøndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Heimamenn unnu verðskuldaðan 3-0 sigur á Dönunum sem stuðningsmenn þeirra síðarnefndu voru bersýnilega ekki sáttir með. Fimm milljón króna tjón Haukur Hinriksson framkvæmdastjóri Víkings segir í samtali við fréttastofu að tjónið sem stuðningsmenn Brøndby ollu nemi allt að fimm milljónum króna. Ljóst hafi verið áður en flautað var til leiksloka að aðstoðar lögreglunnar við að fylgja þeim úr Víkinni yrði nauðsyn. Blaðamaður náði sambandi við Hauk þar sem hann gekk um svæðið að yfirfara skemmdarverkin svo hægt verði að skila ítarlegri skýrslu til eftirlitsmanns Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA). „Þeir eyðilögðu klósett hjá okkur, rifu fána og annað. Þetta er örugglega skaði upp á fimm milljónir,“ segir hann. Hann segist hafa orðið var við mikil læti þegar stuðningsmenn gestanna voru leiddir út af vellinum. Átök hafi brotist út milli þeirra og lögreglumanna sem voru komnir á vettvang þar sem piparúða var beitt. Tveir enduðu í sjúkrabíl vegna áverka af völdum piparúðans en þar var um að ræða gæslumenn á vegum gestanna sem stigu inn í átökin. Haukur segist jafnframt hafa heyrt af því að einn gestanna hefði kýlt lögreglumann í andlitið. Tveir í sjúkrabíl Sverrir Geirdal, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, segir Brøndby hafa selt færri miða en þeir hafi átt rétt á og reynt að velja þá vel sem fengju að fara á leikinn. Samt hafi þeim tekist að velta ferðaklósetti sem komið hafði verið fyrir fyrir gestina. Hann segir að lögreglan hafi verið til kölluð vegna minniháttar áfloga í stúkunni. Einhverjir hafi verið skallaðir en enginn hlotið áverka. Tveir gæslumenn á vegum Brøndby hafi svo fengið piparúða annars vegar í augun og hins vegar í munninn við að reyna að stöðva átökin. Þeir fengu báðir aðhlynningu í sjúkrabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu hituðu stuðningsmenn Bröndby upp á Ölveri í Glæsibæ fyrir leikinn. Þar var nokkuð um læti og mölbrutu gestirnir meðal annars innrammaða treyju FC Kaupmannahafnar á vegg staðarins. FCK og Bröndby eru erkifjendur í danska boltanum. Þegar stuðningsmennirnir ætluðu að mæta í drykk að loknu tapinu í Víkinu voru þeir ekki velkomnir og var vísað í burtu.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04 „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32 „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði. 7. ágúst 2025 22:04
„Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Víkingur gerði sér lítið fyrir og vann gríðarlega sannfærandi 3-0 sigur á Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eðlilega eru danskir fjölmiðlar allt annað en sáttir með úrslit kvöldsins. 7. ágúst 2025 21:32
„Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ sagði stoðsendingagjafinn Gylfi Þór Sigurðsson eftir frækinn 3-0 sigur Víkings gegn Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 7. ágúst 2025 21:06