Króatískur stuðningsmaður bitinn í baráttu um treyju Stuðningsmaður króatíska karlalandsliðsins í fótbolta var bitinn af öðrum stuðningsmanni þegar hann reyndi að fá treyju Lukes Ivanusec eftir leikinn gegn Ítalíu á EM á mánudaginn. Fótbolti 26. júní 2024 14:31
Íhuga að selja nafnaréttinn á Old Trafford Forráðamenn Manchester United íhuga að selja nafnaréttinn á heimavelli liðsins, Old Trafford, í von um að fá inn auknar tekjur svo hægt sé að uppfæra völlinn sem kominn er til ára sinna. Enski boltinn 26. júní 2024 14:00
Enduðu fyrir neðan Dani vegna guls spjalds aðstoðarþjálfara Gult spjald sem aðstoðarþjálfari slóvenska fótboltalandsliðsins fékk varð til þess að Slóvenía endaði fyrir neðan Danmörku í C-riðli Evrópumótsins. Fótbolti 26. júní 2024 13:31
Sjáðu dramatíkina á Akureyri, tvennu Katrínar og sigurmark Sigríðar Þrír leikir fóru fram í 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í gær, þriðjudag. Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum þremur. Íslenski boltinn 26. júní 2024 13:02
Rak mann og annan á innan við tveimur vikum Freyr Alexandersson vann þrekvirki þegar hann hélt belgíska efstu deildarliðinu KV Kortrijk uppi eftir að liðið var svo gott sem fallið þegar hann tók við því um mitt síðasta tímabil. Fótbolti 26. júní 2024 12:01
Pirraðir stuðningsmenn Englands köstuðu glösum í Southgate Stuðningsmenn enska fótboltalandsliðsins létu óánægju sína í ljós eftir markalausa jafnteflið við Slóveníu á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Fótbolti 26. júní 2024 11:30
Gagnrýndi ástríðulausan Van Dijk harðlega Virgil van Dijk, fyrirliði hollenska fótboltalandsliðsins, fékk fyrir ferðina eftir tapið gegn Austurríki, 2-3, á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Fótbolti 26. júní 2024 11:01
Dómari hneig niður í Suður-Ameríkukeppninni Aðstoðardómari í leik Perú og Kanada í Suður-Ameríkukeppninni í gær hneig niður og var borinn af velli. Gríðarlega heitt var í Kansas City á meðan leiknum stóð. Fótbolti 26. júní 2024 10:30
Messi harkaði af sér og Argentína vann nauman sigur Argentína vann Síle með minnsta mun, 0-1, í öðrum leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum í nótt. Fótbolti 26. júní 2024 09:59
Landsliðsþjálfari Íslands lét gamminn geisa í norska sjónvarpinu Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi öryggisgæsluna í kringum leiki á EM í fótbolta í beinni útsendingu norska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hann óttast um öryggi leikmanna og dómara. Fótbolti 26. júní 2024 09:27
„Fáum að æfa og spila eins og atvinnumenn“ Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir hefur farið á kostum með liði sínu Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Hún segist vera á réttum stað á réttum tíma. Stefán Árni Pálsson tekur við. Fótbolti 26. júní 2024 09:01
Einn af hverjum tíu glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í efstu deildum karla og kvenna, sendi frá sér fréttabréf þar sem birtar voru niðurstöður úr skoðanakönnun sem gerð var meðal leikmanna í Bestu deild karla vegna veðmálaþátttöku. Íslenski boltinn 26. júní 2024 08:31
Þjóðverjar hæðast að Englendingum: „Þessi ljón eru kettlingar“ Það eru ekki bara enskir fjölmiðlar sem láta fótboltalandsliðið sitt fá það óþvegið heldur einnig kollegar þeirra í Evrópu. Fótbolti 26. júní 2024 08:01
Walesverjar íhuga að fá Henry til að taka við landsliðinu Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry er einn af þeim sem velska knattspyrnusambandið er með inni í myndinni til að taka við landsliði þjóðarinnar. Fótbolti 26. júní 2024 07:00
Sjáðu mörkin sem tryggðu Austurríki sigur í dauðariðlinum Austurríki stóð uppi sem óvæntur sigurvegari í D-riðli eftir frábæran 3-2 sigur gegn Hollendingum í dag. Fótbolti 25. júní 2024 23:15
Manchester United vill fá Ugarte frá PSG Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur áhuga á því að fá úrúgvæska landsliðsmanninn Manuel Ugarte í sínar raðir frá Paris Saint-Germain. Fótbolti 25. júní 2024 22:31
„Höfum stigið upp þegar við erum komnir í útsláttarkeppnina“ Harry Kane, framherji enska landsliðsins í knattspyrnu, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af frammistöðu liðsins á EM til þessa. Fótbolti 25. júní 2024 21:46
Uppgjör: Þór/KA - Valur 1-2 | Norðankonur að missa af lestinni eftir viðsnúning Vals Valur vann ótrúlegan 1-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur höfðu forystuna í leiknum þar til um fimm mínútur voru til leiksloka. Íslenski boltinn 25. júní 2024 21:22
„Þetta var smá stressandi“ „Þetta er mjög ljúft, þetta var sigur sem var ótrúlega góður. Við erum að mæta mjög góðu Þór/KA liði og þetta er erfiður heimavöllur. Við vissum það þannig við erum mjög ánægðar með stigin,“ sagði Berglind Rós Ágústdóttir fyrirliði Vals eftir endurkomu sigur á Þór/KA, lokatölur 2-1. Sport 25. júní 2024 20:45
„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. Fótbolti 25. júní 2024 20:30
Uppgjör: Þróttur - Fylkir 1-0 | Þróttur náði í afar mikilvæg stig í fallbaráttuslag gegn Fylki í Laugardalnum Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn ngu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Íslenski boltinn 25. júní 2024 19:48
Danir í 16-liða úrslit en Serbar úr leik Danmörk og Serbía gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í lokaumferð C-riðils Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 25. júní 2024 18:31
Bragðdaufir Englendingar tryggðu sér sigur í riðlinum England tryggði sér sigur í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Slóveníu í kvöld. Leikir Englands til þessa hafa ekki verið neinar flugeldasýningar og ekki varð nein breyting á því í kvöld. Fótbolti 25. júní 2024 18:31
Uppgjör: Keflavík - Breiðablik 0-2 | Toppliðið aftur á sigurbraut Breiðablik vann öruggan sigur á Keflavík í Keflavík í kvöld í 10. umferð Bestu deildar kvenna. Lokatölur 0-2 þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kláraði leikinn í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 25. júní 2024 17:16
Skrifar undir nýjan samning 57 ára gamall Kazuyoshi Miura, fyrrverandi landsliðsmaður Japans í knattspyrnu, hefur samið við lið í 4. deild heima fyrir. Það vekur ákveðna athygli þar sem Miura er orðinn 57 ára gamall. Fótbolti 25. júní 2024 17:01
Hólmbert fylgir Holsten Kiel ekki upp í úrvalsdeildina Hólmbert Aron Friðjónsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Holsten Kiel í Þýskalandi. Hann yfirgefur félagið þegar samningur hans við það rennur út um mánaðarmótin. Fótbolti 25. júní 2024 16:30
Frakkar misstu af toppsætinu þrátt fyrir fyrsta EM-mark Mbappé Frakkland og Pólland gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í lokaumferð D-riðils á EM í fótbolta í dag. Bæði mörk leiksins voru skoruð af vítapunktinum. Fótbolti 25. júní 2024 15:30
Fimm marka veisla og Austurríki tryggði sér óvænt toppsætið Auturríki vann óvæntan 3-2 sigur er liðið mætti Hollandi í lokaumferð D-riðils á EM í fótbolta í dag. Með sigrinum rændu Austurríkismenn toppsæti riðilsins af Hollendingum og Frökkum. Fótbolti 25. júní 2024 15:30
Dæla út bestu kvennaleikmönnum sögunnar en fáir mæta Þorkell Máni Pétursson var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti Bestu-markanna í dag. Þar fóru þau saman yfir næstu umferð í deildinni en tíunda umferðin verður leikin í kvöld og á morgun. Sport 25. júní 2024 15:01
Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið hástöfum Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. Fótbolti 25. júní 2024 14:26