Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Daníel byrjar og fimm manna vörn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn.
Strákarnir okkar eru klárir í slaginn. Vísir/Anton Brink

Daníel Tristan Guðjohnsen byrjar sinn fyrsta landsleik er Ísland sækir Frakkland heim á Parc de Princes í undankeppni HM klukkan 18:45 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson gerir tvær breytingar frá 5-0 sigri á Aserum á föstudagskvöld.

Tveir leikmenn detta út úr byrjunarliði Íslands frá leiki föstudagsins. Albert Guðmundsson meiddist í sigrinum gegn Aserbaídsjan og þá fer Stefán Teitur Þórðarson á bekkinn.

Mikael Neville Anderson kemur inn í liðið sem og Daníel Tristan Guðjohnsen, sem spilaði sinn fyrsta leik á föstudaginn var. Stillt verður upp í fimm manna vörn þar sem nafnarnir Mikael og Mikael verða vængbakverðir en Guðlaugur Victor Pálsson fer í miðvörð ásamt Sverri Inga og Daníel Leó.

Skagamennirnir Hákon Arnar og Ísak Bergmann standa vaktina á miðjunni og Daníel fer í framlínuna ásamt bróður hans Andra Lucasi Guðjohnsen og Jóni Degi Þorsteinssyni.

Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:15.

Leiknum er lýst beint á Vísi hér.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Elías Rafn Ólafsson

Hægri vængbakvörður: Mikael Neville Anderson

Miðvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Miðvörður: Sverrir Ingi Ingason

Miðvörður: Daníel Leó Grétarsson

Vinstri vængbakvörður: Mikael Egill Ellertsson

Miðjumaður: Ísak Bergmann Jóhannesson

Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson

Hægri kantmaður: Daníel Tristan Guðjohnsen

Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson

Framherji: Andri Lucas Guðjohnsen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×