Lærisveinar Heimis fara illa af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2025 18:07 Heimir getur ekki verið sáttur með byrjun sinna manna. EPA/VASSIL DONEV Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta hafa farið vægast sagt illa af stað í undankeppni HM 2026. Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Eftir að koma til baka og bjarga stigi gegn Ungverjalandi á heimavelli hélt Heimir með lærisveina sína til Armeníu í von um að landa mikilvægum útisigri gegn liði sem tapaði 5-0 fyrir Portúgal í 1. umferð undankeppninnar. Annað kom á daginn. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en allt kom fyrir ekki. Í uppbótartíma fékk heimaliðið nefnilega vítaspyrnu. Á punktinn fór Eduard Spertsyan, miðjumaður Krasnodar í Rússlandi, og skoraði framhjá Caoimhin Kelleher, markverði Brentford og írska landsliðsins. Írar voru því marki undir í hálfleik. Segja má að um framför hafi verið að ræða þar sem liðið var 0-2 undir í hálfleik gegn Ungverjum í síðasta leik. Ireland go in behind at the break pic.twitter.com/Btsm6OPnUx— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) September 9, 2025 Því miður fyrir Írland var staðan orðin 2-0 Armeníu í vil eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Grant-Leon Ranos, framherji Borussia Mönchengladbach í Þýskalandi, með markið. Líkt og gegn Ungverjalandi minnkaði Evan Ferguson, framherji Roma á Ítalíu, muninn en að þessu sinni tókst Írlandi ekki að jafna metin. Raunar voru það heimamenn sem voru nær því að bæta við og var til að mynda mark dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Lokatölur í Yerevan 2-1 og lærisveinar Heimis því aðeins með eitt stig í F-riðli að tveimur umferðum loknum.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira