Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Liverpool tryggði sig nánast á­fram

Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“

Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu magnaða hælsendingu Orra gegn Man. City

Orri Steinn Óskarsson fékk langþráð tækifæri í liði FC Kaupmannahafnar í kvöld, gegn meisturum Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og lagði upp mark með glæsilegum hætti í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah mættur aftur til æfinga

Egyptinn Mohamed Salah var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag en hann er á meðal leikmanna liðsins sem eru í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bellingham í tveggja leikja bann

Jude Bellingham, miðjumaður Real Madrid, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk eftir leikinn gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sungu fasistasöngva á öldur­húsi Hitlers

Stuðningsmenn ítalska liðsins Lazio sungu söngva um Adolf Hitler, Benito Mussolini og sýndu fasistakveðjur í München í gær eftir Meistaradeildarleik liðsins við Bayern München. Borgarráðsfulltrúi í Róm fordæmir hegðun þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

N1 einn helsti bak­hjarl KSÍ

Fulltrúar N1 og KSÍ endurnýjuðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2027. Fyrsti samstarfssamningur N1 og KSÍ var undirritaður árið 2014 og felur nýi samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu.

Samstarf
Fréttamynd

Tuchel tábraut sig rétt fyrir leik

Thomas Tuchel stýrði Bayern München inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lazio í seinni leik liðanna. Bayern tapaði fyrri leiknum og sýndi allt annan og betri leik í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Andaði léttar er mar­traðar­riðill þaut hjá

Ís­lenska kvenna­lands­liðið í fót­bolta var í pottinum þegar dregið var í undan­keppni EM 2025 í fót­bolta í gær. Lands­liðs­þjálfarinn andaði léttar eftir að Ís­land slapp við sann­kallaðan mar­traðar­riðil. Átt­faldir Evrópu­meistarar bíða þó Stelpnanna okkar.

Fótbolti