Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 12:00 Robin Olsen ætlar ekki að spila fleiri landsleiki fyrir Jon Dahl Tomasson. Getty/Armando Babani Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira