„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 14:56 Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu tvo landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og er fyrirliði liðsins. Getty/Alex Nicodim Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24