Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 13:24 Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki og var fyrirliði liðsins. Getty/Filip Filipovic Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira
Þetta sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti landsliðshópinn sem mætir Úkraínu og Frakklandi á troðfullum Laugardalsvelli 10. og 13. október, í undankeppni HM. Fundinn má sjá hér að neðan. Jóhann missti af síðustu landsleikjum, 5-0 sigrinum gegn Aserbaísjan og 2-1 tapinu gegn Frakklandi, en hefur verið að spila með sínu liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum að undanförnu. Meiðsli eru því ekki ástæðan fyrir því að hann var ekki valinn að þessu sinni: „Síðasti gluggi fór mjög vel og hópurinn stóð sína vakt með gríðarlega góðum hætti. Við reyndum að hreyfa sem minnst við hópnum. Tvær breytingar en leikmenn sem eru að spila í hans stöðu eru framar að þessu sinni,“ sagði Arnar. Aðspurður hvernig Jóhann hefði tekið því svaraði Arnar: „Ég tilkynnti honum þetta ekki.“ Arnar valdi hins vegar Aron Einar Gunnarsson í liðið en Aron missti af síðustu landsleikjum vegna meiðsla. Hjörtur Hermannsson, sem var kallaður inn vegna meiðsla í síðustu leikjum, fær hins vegar ekki sæti í hópnum: „Ég vil hrósa honum [Hirti] gríðarlega mikið. Hann kom inn af mikilli fagmennsku og það var súrt að skilja hann eftir núna. Heill Aron er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann er búinn að spila mikið núna og er í góðu standi,“ sagði Arnar. Willum Þór Willumsson er ekki með núna en hann meiddist í síðasta landsliðsverkefni. Andri Fannar Baldursson fær hins vegar sæti á ný í hópnum eftir nokkra bið: „Willum höfum við séð fyrir okkur sem pivot í okkar verkefnum og það er staða sem ég tel hann geta leyst vel með landsliðinu. Við völdum annan pivot í Andra Fannari og það er lógískt. Hann var að spila á San Siro 18 ára og það biðu hans bjartar vonir og væntingar. Svo koma meiðsli og annað en nú er hann kominn á gott ról. Ég fagna því að hann sé kominn aftur til móts við hópinn, aðeins 23 ára,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Sjá meira