Webber ánægður, en liðsskipti möguleg Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Formúla 1 25. maí 2010 10:49
Snilli Newey gæfa Red Bull Frank Williams, eigandi Williams liðsins telur að erfitt verði fyrir keppinauta Red Bull að skáka liðinu í ár. Adrian Newey hafi hannað afburðarbíl undir þá Mark Webber og Sebastian Vettel. Formúla 1 21. maí 2010 15:14
Árangur meistarastjórans undir væntingum Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes segir að árangur liðs síns hafi verið undir væntingum í Mónakó um síðustu helgi, en liðið undirbýr sig núna fyrir kappaksturinn í Tyrklandi um aðra helgi. Brawn varð meistari með eigið lið í fyrr og seldi það svo Mercedes, en titilvörn hefur ekki gengið sem skyldi. Formúla 1 21. maí 2010 11:11
Mót nærri New York enn möguleiki Ekki er lokum fyrir það skotið að Formúlu 1 mót geti orðið í New York fylki, þó áætlun um mót við New Jersey hafi fallið um sjálft sig, en sá staður er skammt frá Manhattan í New York. Formúla 1 21. maí 2010 10:25
Button hefur ekki áhyggjur af stigastöðunni Jenson Button, heimsmeistarainn í Formúlu 1 hefur ekki áhyggjur af því þó hann sé búinn að missa af forystunni í heimsmeistaraamótinu í Formúlu 1. Hann var kominn með forystu eftir tvo sigra, en Mark Webber hefur tekið við því hlutverki að leiða meistaramótið ásamt Sebastian Vettel. Formúla 1 20. maí 2010 13:48
Fyrrum meistarar spá Webber titlinum Ástralarnir Jack Brabham og Alan Jones, báðir fyrrum meistarar spáir landa sínum Mark Webber meistaratitilinum í Formúlu 1 ár árinu, eftir tvo sigra hans í röð. Webber vann í Mónakó um helgina og á Spáni vikuna á undan. Formúla 1 19. maí 2010 09:41
Mercedes hættti við Schumacher áfrýjun Mercedes liðið hefur dregið tilbaka áætlun sína að áfrýja ákvörðun dómara í Mónakó kappakstrinum, þar sem Michael Schumacher var færður úr sjöttta sæti í það tólfta. Formúla 1 18. maí 2010 13:54
Renault vill halda Kubica frá Ferrari Formúlu 1 lið Renault vill ekki missa Robert Kubica frá sér, en Ferrari virðist hafa áhuga á að bjóða Kubica starf á næsta ári við hlið Fernando Alonso. Hann tæki þá sæti Felipe Massa, samkvæmt frétt a autosport.com. Formúla 1 18. maí 2010 10:57
Alonso: Verðum að vinna mót Spánverjinn Fernando Alonso klúðraði gullnu tækifæri á góðum árangri á götum Mónakó um helgina, þegar hann keyrði á vegg á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24 sæti af stað og vann sig upp í sjötta sæti. Formúla 1 17. maí 2010 15:54
Renault á möguleika á sigri Eric Bouiller hjá Renault telur að lið hans sé farið að standa nærri Ferrari og framar Mercedes eftir góða frammistöðu Robert Kubica í mótinu í Mónakó í gær. Formúla 1 17. maí 2010 15:09
Red Bull vill halda í blómstrandi Webber Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Formúla 1 17. maí 2010 10:06
Webber. Einn besti dagur lífs míns Mark Webber hjá Red Bull var að vonum kampakátur með fyrsta sigur sinn í Formúlu 1 í dag í Mónakó. Formúla 1 16. maí 2010 20:11
Schumacher dæmdur brotlegur, Mercedes áfrýjar Dómarar Formúlu 1 mótsins í Mónakó dæmdu Michael Schumacher á Merceedes brotlegan í brautinni eftir keppnina, en hann fór framúr Fernando Alonso í síðustu beygjunni, eftir endurræsingu í blálokin. Dómara telja að Schumacher hafi brotið keppnisreglur og Alonso kvaðst vera með það á hreinu líka. Formúla 1 16. maí 2010 18:18
Annar sigur Webbers í röð Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Formúla 1 16. maí 2010 15:32
Mark Webber vann í Mónakó Mark Webber sýndi frábæran akstur og vann kappaksturinn í Mónakó sem var að ljúka. Hann hóf keppni á ráspól og vann öruggan sigur. Formúla 1 16. maí 2010 14:29
Webber: Frábært að vera fremstur Mark Webber var að vonum anægður að hafa náð besta tíma í tímatökunni í Mónakó í dag. Hann ræsir af stað við hlið Robert Kubica sem var fremur hissa á að ná öðru sætinu. Formúla 1 15. maí 2010 14:40
Webber fremstur á ráslínu í Mónakó Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó, sem fram fer á morgun. Webber varð á undan Robert Kubica frá Póllandi, en þriðji varð Sebastian Vettel á Red Bull. Formúla 1 15. maí 2010 13:29
Alonso missir af tímatökunni vegna óhapps Spánverjinn Fernando Alonso keppir ekki um besta tíma í tímatökunni í Mónakó í hádeginu þar sem honum hlekktist á þegar hann ók á æfingunni í morgun og Ferrari liðinu tekst ekki að gera við bílinn í tæka tíð. Formúla 1 15. maí 2010 11:16
Kubica fljótastur á lokaæfingunni Pólverjinn Robert Kubica var sneggstur allra á lokaæfingu keppnisliða í Mónakó í morgun á Renault. Hann varð aðeins 0.046 sekúndum á undan Felipe Massa á Ferrari, en Mark Webber á Red Bull varð þriðji. Formúla 1 15. maí 2010 10:14
Alonso: Þurfum að vera klókir í tímatökum Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari náði besta tíma í b´ðaum æfingum á fimmtudag fyrir Mónakó kappaksturinn um helgina. Formúla 1 14. maí 2010 17:38
Kubica: Fullur sjálfstrausts eftir æfingar Pólverjinn Robert Kubica á Renault ók vel á æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Mónakó í gæt og gæti komið stórliðum McLaren, Ferrari og Mercedes í opna skjöldu í tímatökunni þegar 24 bílar þeysa brautina í kappa við klukkuna á morgun. Formúla 1 14. maí 2010 09:01
Schumacher og Rosberg bjartsýnir Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. Formúla 1 13. maí 2010 18:15
Alonso lætur ekki að sér hæða Spánverjinn Fernando Alonso kann vel við sig á götum furstadæmisins í Mónakó. Hann náði aftur besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í dag, en Nico Rosberg á Mercedes varð í öðru sæti á Mercedes. Sebastian Vettel á Red Bull náði þriðja sæti á undan Felipe Massa á Ferrari. Undir lok æfingarinnar fór að kræla á regndropum, en það háði ökumönnum lítið. Formúla 1 13. maí 2010 13:48
Brotabrot á milli fyrstu manna í Mónakó Aðeins 0.089 sekúndur skildu að fyrsta og þriðja ökumanna á fyrstu æfingu keppnisliða fyrir kappaksturinn í Mónakó, sem verður á sunnudaginn. Ökumenn æfðu í dag, en það er hefð í Mónakó að keyra á fimmtudegi, en svo er frí á föstudeginum, en tímatakan á laugardag og kappaksturinn á sunnudag. Formúla 1 13. maí 2010 10:02
Button: Tímatakan í Mónakó verður erfið Forystumaður stigamótsins í Formúlu 1, Jenson Button hjá McLaren telur að tímatakan í Mónakó verði mjög erfið, sérlega fyrsta umferðin þar sem 24 keppendur munu aka í brautinni á sama 20 mínútna kafla. Formúla 1 12. maí 2010 14:25
Mercedes afskrifar ekki titilsókn Nick Fry hjá Mercedes segir alltof snemmt af afskrifa titilsókn, þó liðið hafi ekki unnið neitt af fimm fyrstu mótunum. Liðið er í fjórða sæti í stigamótinu, en fyrir síðustu keppni var Nico Rosberg í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en er nú fallin í það fimmta og er 20 stigum á eftir Jenson Button. Formúla 1 12. maí 2010 12:37
McLaren vill sextánda sigurinn í Mónakó Martin Whitmarsh hjá McLaren segir að lið sitt stefni á sigur í Mónakó, en Lewis Hamilton var í öðru sæti í síðustu keppni þegar felga brotnaði og hvellsprakk hjá honum í næst síðasta hring. Þetta kom á daginn í dag eftir rannsókn í tæknimiðstöð McLaren. McLaren hefur unnið 15 sinnum á götum Mónakó og þekkir því hvað til þarf. Formúla 1 11. maí 2010 17:15
Massa ekki sáttur við frammistöðuna Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. Formúla 1 11. maí 2010 09:30
Schumacher búinn að finna neistann Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. Formúla 1 10. maí 2010 12:13
Óhapp Hamiltons í skoðun hjá McLaren Lewis Hamilton var óheppinn í spænska kappakstrinum í gær þegar virtist hvellspringa, eða felga brotna á fullri ferð þegar hann var í næst síðasta hring. Í sjónvarpsútsendingu sást eitthvað spýtast upp frá vinstra framhjólinu og skömmu síðar varð dekkið vindlaust og Hamilton sveif útaf Formúla 1 10. maí 2010 10:50