Mosley: Refsa þarf Ferrari meira fyrir brot við liðsskipunum 23. ágúst 2010 13:09 Max Mosley vill að Fernando Alonso tapi stigum sem hann vann í Þ'yskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Max Mosley, fyrrum forseti FIA segir að refsa þurfi Ferrari fyrir að brjóta bann við liðsskipunum í þýska kappakstrinum í sumar. Málið verður tekið fyrir 8. september af FIA, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér í mótinu og gaf þannig eftir fyrsta sætið. Ferrari fékk 100.000 dala sekt fyrir tiltækið og málinu var vísað áfram til FIA. Mosley telur að refsa þurfi Ferrari enn frekar. Hann telur líka að bann við liðsskipunum þurfi að vera áfram. "Flest lið eru fylgjandi því að banninu verði aflétt, en til að sinna þörfum áhorfenda þá þarf bannið að standa. Það þarf að refsa af hörku fyrir brot af þessu tagi", sagði Mosley í frétt í Welt am Sontag í Þýskalandi, en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Báðir ökumenn og liðið ætti að tapa stigum sem liðið vann sér í inn í mótinu. Ég mun ekki mæla með einu eða neinu, en staðreyndin er sú að það ætti að vera meiri refsing en peningasekt", sagði Mosley. Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Mosley, fyrrum forseti FIA segir að refsa þurfi Ferrari fyrir að brjóta bann við liðsskipunum í þýska kappakstrinum í sumar. Málið verður tekið fyrir 8. september af FIA, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér í mótinu og gaf þannig eftir fyrsta sætið. Ferrari fékk 100.000 dala sekt fyrir tiltækið og málinu var vísað áfram til FIA. Mosley telur að refsa þurfi Ferrari enn frekar. Hann telur líka að bann við liðsskipunum þurfi að vera áfram. "Flest lið eru fylgjandi því að banninu verði aflétt, en til að sinna þörfum áhorfenda þá þarf bannið að standa. Það þarf að refsa af hörku fyrir brot af þessu tagi", sagði Mosley í frétt í Welt am Sontag í Þýskalandi, en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Báðir ökumenn og liðið ætti að tapa stigum sem liðið vann sér í inn í mótinu. Ég mun ekki mæla með einu eða neinu, en staðreyndin er sú að það ætti að vera meiri refsing en peningasekt", sagði Mosley.
Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira