Mosley: Refsa þarf Ferrari meira fyrir brot við liðsskipunum 23. ágúst 2010 13:09 Max Mosley vill að Fernando Alonso tapi stigum sem hann vann í Þ'yskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Max Mosley, fyrrum forseti FIA segir að refsa þurfi Ferrari fyrir að brjóta bann við liðsskipunum í þýska kappakstrinum í sumar. Málið verður tekið fyrir 8. september af FIA, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér í mótinu og gaf þannig eftir fyrsta sætið. Ferrari fékk 100.000 dala sekt fyrir tiltækið og málinu var vísað áfram til FIA. Mosley telur að refsa þurfi Ferrari enn frekar. Hann telur líka að bann við liðsskipunum þurfi að vera áfram. "Flest lið eru fylgjandi því að banninu verði aflétt, en til að sinna þörfum áhorfenda þá þarf bannið að standa. Það þarf að refsa af hörku fyrir brot af þessu tagi", sagði Mosley í frétt í Welt am Sontag í Þýskalandi, en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Báðir ökumenn og liðið ætti að tapa stigum sem liðið vann sér í inn í mótinu. Ég mun ekki mæla með einu eða neinu, en staðreyndin er sú að það ætti að vera meiri refsing en peningasekt", sagði Mosley. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley, fyrrum forseti FIA segir að refsa þurfi Ferrari fyrir að brjóta bann við liðsskipunum í þýska kappakstrinum í sumar. Málið verður tekið fyrir 8. september af FIA, en Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér í mótinu og gaf þannig eftir fyrsta sætið. Ferrari fékk 100.000 dala sekt fyrir tiltækið og málinu var vísað áfram til FIA. Mosley telur að refsa þurfi Ferrari enn frekar. Hann telur líka að bann við liðsskipunum þurfi að vera áfram. "Flest lið eru fylgjandi því að banninu verði aflétt, en til að sinna þörfum áhorfenda þá þarf bannið að standa. Það þarf að refsa af hörku fyrir brot af þessu tagi", sagði Mosley í frétt í Welt am Sontag í Þýskalandi, en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Báðir ökumenn og liðið ætti að tapa stigum sem liðið vann sér í inn í mótinu. Ég mun ekki mæla með einu eða neinu, en staðreyndin er sú að það ætti að vera meiri refsing en peningasekt", sagði Mosley.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira