Pedro de la Rosa aldrei betri 19. ágúst 2010 13:01 Pedro de la Rosa hjá Sauber. Mynd. Getty Images Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. En draumurinn var að geta keppt og þegar Sauber bauð samning stökk Pedro til og segist aldrei hafa ekið betur. "Við náðum í lokaumferð tímatökunar í Ungverjalandi og náðum í stig í mótinu og ég held að ég sé að aka betur en nokkurn tímann áður. Ég veit ekki með aðra ökumenn, en ég er að komast í mjög gott form", sagði Pedro í samtali við autosport.com. "Við höfum bætt bílinn síðan í Valencia og einbeitt okkur að laga bílinn í gegnum hægar beygjur. Þess vegna var árangurinn í síðasta móti áhugaverður, í Ungverjalandi. Við erum núna samkeppnisfærir á öllum tegundum brauta eftir bréytingar á bílnum." Nýr yfirmaður tæknimála er hjá Sauber liðinu og hann heitir James Key og hann hefur breytt gangi mála talsvert. "Hann hefur breytt miklu og liðið í heild sinni hefur tekið framförum og ég er mjög þakklátur honum", sagði Pedro. Liðið nýtir líka reynslu Pedro til hins ýtrasta og liðið hefur örugglega skilað sér lengra en ella í ljósi þess að hann er ökumaður liðsins ásamt hinum sprettharða Kamui Kobayashi frá Japan.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira