Schumacher tekur út refsingu í Belgíu 23. ágúst 2010 16:14 Michael Schumacher ásamt Ross Brawn hjá Mercedes liðinu. Mynd: Getty Images Michael Schumacher þarf að ræsa 10 sætum aftar en tími hans í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi segir til um. Hann braut á Rubens Barricehllo í síðustu keppni, ók í veg fyrir hann og fékk dæmt á sig víti. "Spa hefur alltaf verið mín uppáhaldsbraut og af þeim sökum hlakka ég til mótshelgarinar. Það er langt síðan ég hef mætt á staðinn, en það mun há mér að hafa fengið akstursvíti", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes liðinu á f1.com. "Það verður því ekki við miklu að búast, en hver kílómetri á brautinni er erfiður og hægt að læra ýmislegt um bílinn í mótinu. Ég mun gera mitt besta um helgina." Nico Rosberg er liðsfélagi Schumachers of hefur unnið sér inn fleiri stig á árinu. "Það er gott að hafa fengið sumarfrí og verður gott að keppa á ný. Spa er ein erfiðasta brautin sem við ökum á og háhraða braut, með frábærum beygjum eins og Eau Rogue. Þetta er frábær staður til að aka Formúlu 1 bíl. Síðasta keppni okkar var erfið, en við vonumst til að gera betur á Spa", sagði Rosberg. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher þarf að ræsa 10 sætum aftar en tími hans í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi segir til um. Hann braut á Rubens Barricehllo í síðustu keppni, ók í veg fyrir hann og fékk dæmt á sig víti. "Spa hefur alltaf verið mín uppáhaldsbraut og af þeim sökum hlakka ég til mótshelgarinar. Það er langt síðan ég hef mætt á staðinn, en það mun há mér að hafa fengið akstursvíti", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes liðinu á f1.com. "Það verður því ekki við miklu að búast, en hver kílómetri á brautinni er erfiður og hægt að læra ýmislegt um bílinn í mótinu. Ég mun gera mitt besta um helgina." Nico Rosberg er liðsfélagi Schumachers of hefur unnið sér inn fleiri stig á árinu. "Það er gott að hafa fengið sumarfrí og verður gott að keppa á ný. Spa er ein erfiðasta brautin sem við ökum á og háhraða braut, með frábærum beygjum eins og Eau Rogue. Þetta er frábær staður til að aka Formúlu 1 bíl. Síðasta keppni okkar var erfið, en við vonumst til að gera betur á Spa", sagði Rosberg.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira