Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ekki orðið var við illt umtal um Hótel Rangá

Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár á Suðurlandi, óttast ekki að fjölmiðlaumfjöllun um hótelið í tengslum við smit sem uppgötvaðist hjá gestum hótelsins og sendi meðal annars ráðherra í ríkisstjórinni í sóttkví hafi slæm áhrif á reksturinn til framtíðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi

Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin.

Innlent
Fréttamynd

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Eigandi hótelsins segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á upplýsingum um markmið sóttvarna

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að afleiðingar hertra reglna á landamærunum frá því síðustu viku, muni birtast af fullum þunga á næstunni. Fólk í ferðaþjónustu sé dofið, vonsvikið og í áfalli.

Innlent
Fréttamynd

Nýja snjó­hengjan

Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­mennska fram­tíðarinnar

Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist.

Skoðun
Fréttamynd

Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar

Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.

Viðskipti innlent