Isavia tapaði 13,2 milljörðum króna í fyrra Afkoma Isavia var neikvæð um 13,2 milljarða króna eftir skatta árið 2020. Er um að ræða 14,4 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Tekjur drógust saman um 62% milli ára og námu 14,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 25. mars 2021 12:49
Bjartsýni sem ríkti hjá ferðaþjónustunni er á bak og burt Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Það ríkti bjartsýni í geiranum í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins. Innlent 24. mars 2021 21:00
„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. Innlent 24. mars 2021 19:06
Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innlent 24. mars 2021 18:13
Framtíð ferðaþjónustunnar: Björn Leví ræðir stöðu og horfur Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum er næsti gestur í þættinum Samtal við stjórnmálin sem Samtök ferðaþjónustunnar stendur að. Viðskipti innlent 24. mars 2021 08:46
Er allt í rugli með sóttvarnirnar? Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Skoðun 23. mars 2021 16:01
Grípum gæsina meðan hún gefst Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Skoðun 23. mars 2021 11:31
Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. Innlent 23. mars 2021 08:54
Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Viðskipti innlent 22. mars 2021 20:54
Viðar nýr framkvæmdastjóri Kaptio Viðar Svansson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaptio. Hann hefur starfað við alþjóðlega hugbúnaðargerð síðastliðin fimmtán ár. Viðskipti innlent 22. mars 2021 09:08
Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. Innlent 19. mars 2021 18:30
Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu. Innlent 19. mars 2021 12:08
Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Innlent 17. mars 2021 19:21
Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni eftir tilkynningu stjórnvalda Hlutabréf Icelandair héldu áfram að hækka í Kauphöllinni í dag og höfðu hækkað um sex prósent við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 277 milljónum króna. Viðskipti innlent 17. mars 2021 19:05
Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála lokið Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er nú lokið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, stýrði lokafundi hennar í gær. Stjórnstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og var ætlað að starfs í fimm ár. Innlent 17. mars 2021 14:11
Formlegar viðræður um kaup á Hótel Sögu hafnar Háskóli Íslands hefur hafið formlegar viðræður um kaup á Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem áður hýsti Hótel Sögu. Viðskipti innlent 17. mars 2021 14:01
Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað. Innlent 17. mars 2021 11:48
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. Innlent 16. mars 2021 20:00
Mikill áhugi á Íslandi og markaðsherferðir hafnar Forstjóri Icelandair segir afar jákvætt að farþegar utan Schengen fái að koma til landsins með gild bólusetningar-eða mótefnavottorð. Mikilvægustu markaðir félagsins séu þar. Íslandsstofa hefur þegar hafið markaðssátak í Bretlandi og skynjar mikinn áhuga á Íslandi. Innlent 16. mars 2021 20:00
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. Innlent 16. mars 2021 18:09
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ Innlent 16. mars 2021 16:49
Íslendingasumar og allt í blóma? Þeir eru fjölmargir sem tala af miklum sannfæringarkrafti, með rómantískt blik í auga, að fráleitt sé að breyta fyrirkomulagi á landamærum Íslands, til að erlendir ferðamenn geti heimsótt okkur á ný. Skoðun 16. mars 2021 15:00
Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Innlent 16. mars 2021 14:46
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ Innlent 16. mars 2021 14:36
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. Innlent 16. mars 2021 11:25
Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar. Innlent 16. mars 2021 07:01
Þingeyringar sannfærðir um að ferðafólk komi í hrönnum Með opnun Dýrafjarðarganga í haust hætti Vestfjarðavegur að liggja um Þingeyri, sem féll við það úr alfaraleið. Þingeyringar segjast samt sannfærðir um að þeir muni fá ferðamenn í hrönnum. Innlent 15. mars 2021 21:43
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Innlent 14. mars 2021 22:14
100 milljóna króna göngu og hjólastígur Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið. Innlent 14. mars 2021 12:35
Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Lífið 13. mars 2021 21:31