Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Rannveig Grétarsdóttir skrifar 7. desember 2021 12:01 Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi. Viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin en það er enn langt í land að ná fyrri styrk. Ein af undirstöðum lífskjara í íslensku samfélagi á undanförnum árum hafa verið öflug viðskipti við útlönd. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur þar gegnt lykilhlutverki. Fyrir faraldurinn var eftirspurn erlendra ferðamanna eftir vöru og þjónustu hér á landi helsta ástæða lífskjarasóknar í samfélaginu. Ferðaþjónustan skapaði þannig gríðarlegan fjölda starfa um land. Til að svo megi aftur verða þarf að vanda til verka. Að bera saman epli og appelsínur Það var því áhugavert að lesa grein eftir forystumann í verkalýðshreyfingunni á dögunum þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort launahækkanir væru að sliga íslenskt atvinnulíf. Tók hann þar dæmi af einu stærsta og öflugasta fyrirtæki landsins, með hátt í tvö þúsund starfsmenn, og heimfærði yfir á íslenskt atvinnulíf. Til að setja hlutina í samhengi þá var um 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu árið 2019 með 10 eða færri starfsmenn. Sama ár voru um 9% fyrirtækja með á bilinu 10 – 50 starfsmenn. Restin, eða um 1%, var með fleiri en 50 starfsmenn á launaskrá. Þetta var áður en heimsfaraldur Covid-19 skall á af fullum þunga með öllu því sem tilheyrir. Skökk samkeppnisstaða Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er oft gott að horfa út fyrir landsteinana þegar kemur að samanburði og því nærtækt að horfa til hinna Norðurlanda. Undanfarinn áratug hefur hlutur launa í verðmætasköpun ferðaþjónustunnar hér landi vaxið meira en rekstarafgangur fyrirtækjanna. Á tímabilinu hefur innlendur launakostnaður hækkað að meðaltali um 6%. Á sama tímabili hefur launakostnaður á hinum Norðurlöndunum hækkað um rúmlega 3%. Þessi þróun veikir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja gangvart kollegum sínum á Norðurlöndunum verulega. Með öðrum orðum er launakostnaður hér á landi að hækka að meðaltali tvöfalt meira en á hinum Norðurlöndunum. Aðeins um þróun launa hér á landi. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 12% á síðustu tveimur árum. Á sama tíma er landsframleiðslan enn minni en hún var fyrir heimsfaraldur, þrátt fyrir ágætan vöxt undanfarið hálft ár. Þessi þróun á vinnumarkaði hvorki þjónar hagsmunum launþega né fyrirtækja til lengri tíma. Horfa ber á stóru myndina Ferðaþjónusta snýst um fólk - bæði ferðamenn og starfsmenn. Okkur hefur gengið vel að taka á móti erlendum ferðamönnum og helsti ávinningur af vexti í ferðaþjónustu á undanförnum árum hefur sannanlega runnið í vasa starfsmanna. Framundan eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði. Það skiptir gríðarlegu máli að verkalýðsforystan hafi staðreyndir um stöðu mála á hreinu. Innistæðulausar launahækkanir ýta undir verðbólgu og hækkun vaxta og grafa þannig undan kaupmætti. Það væri ágætt ef umræddur forystumaður í verkalýðshreyfingunni horfði á jólatréð allt – ekki bara toppinn á trénu og efstu greinarnar! Höfundur er framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun