Ríkið sýknað í Geysismáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 14:28 Ríkið komst að samkomulagi um kaup á svæðinu við landeigendur árið 2016. Árið 2019 lá matsgerð um verð fyrir landsvæðið fyrir, rúmur milljarður. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði. Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins. Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Eigendahópurinn átti hið svokallaða Geysissvæði í Haukadal í óskiptri sameign með ríkinu, en árið 2016 var samið um kaup ríkisins á eignarhlut hópsins. Ríkið fékk svæðið til ráðstöfunar þegar samningar höfðu náðst. Í kaupsamningnum var ákveðið að það væri undir matsmönnum komið að ákvarða sanngjarnt verð fyrir landsvæðið og að niðurstaða þeirra yrði endanlega bindandi og verðið yrði ekki endurskoðað. Meirihluti matsmanna komst svo að þeirri niðurstöðu í apríl 2019 að sanngjarnt kaupverð fyrir landsvæðið væri 1.009.278.000 krónur, miðað við 7. október 2016, daginn sem samningar náðust um kaup ríkisins á landinu. Krafan sem hópur hinna fyrrverandi eigenda hafði uppi gegn ríkinu byggðist hins vegar á því að í niðurstöðukafla matsgerðar um verðið hefði komið fram að ef framreiknað væri miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamningsdegi til dagsetningar yfirmatsins, 17. apríl 2019, næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Krafa hópsins byggði því á mismuninum frá kaupsamningsdegi og dagsetningar matsgerðarinnar, en munurinn var rúmar 90 milljónir króna. Byggði hópurinn á því að í matsgerðinni fælist að kaupverð landsins skyldi verðbætt og vaxtareiknað með þennan mismun í huga og ríkið væri bundið við þá niðurstöðu matsmanna. Skylda til greiðslu verðbóta ekki leidd af samningnum Landsréttur leit við úrlausn málsins til meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi, sem leiðir meðal annars af sér að samningsaðilar geti að meginstefnu til ekki fengið atbeina dómstóla til að knýja fram efndir skyldu sem ekki hafði verið sérstaklega samið um. Í kaupsamningi milli aðila hafi ekki verið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta en dómurinn taldi að fyrirsjáanlegt hafi verið að umtalsverður tími kynni að líða frá kaupsamningi þar til endanleg matsgerð um verðið lægi fyrir. Því var talið að ef hópurinn teldi sig eiga rétt á verðbótum hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að ákvæði um slíkt kæmu fram í samningnum, og að hið sama gilti um viðmiðunartíma verðmatsins ef hópurinn hefði talið að hann ætti að vera annar en afhendingartími landspildunnar. Landsréttur taldi alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á reyndi. Það var því niðurstaða meirihluta dómsins að sýkna ríkisins í héraði skyldi vera óröskuð, þar sem skylda ríkisins til greiðslu vaxta eða verðbóta á kaupverð var ekki talin leiða af kaupsamningnum, lögum eða venju. Einn þriggja dómara skilaði sératkvæði og taldi að fallast ætti á kröfur hópsins.
Bláskógabyggð Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira