Einn í Gagnamagninu með Covid-19 Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Lífið 19. maí 2021 10:15
Sakar Gísla um pólitískan áróður gegn Ísrael Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sakaði Gísla Martein Baldursson um pólitískan áróður gegn Ísrael á undankvöldi Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í kvöld. Innlent 18. maí 2021 23:05
Þessi komust áfram í úrslit Eurovision Þau tíu ríki sem komust áfram frá fyrra undankvöldi Söngvakvöldi evrópskra sjónvarpsstöðva eru Noregur, Ísrael, Rússland, Aserbaídsjan, Malta, Litháen, Kýpur, Svíþjóð, Belgía og Úkraína. Tónlist 18. maí 2021 21:02
Netverjar bregðast við Eurovision: Norski búningurinn „fullkominn í Fire Saga“ Íslendingar leituðu að venju á Twitter í kvöld til þess að lýsa skoðunum sínum á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Rotterdam í kvöld. Lífið 18. maí 2021 19:57
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Lífið 18. maí 2021 17:31
ÍSÍ undrandi á undanþágu Eurovision-faranna Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk ítrekað neikvæð svör frá sóttvarnayfirvöldum við beiðnum um bólusetningar fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. Sport 18. maí 2021 17:04
Fer yfir bestu og verstu Eurovision lög sögunnar og Daði kemst á lista Eurovision-keppnin hefur verið haldin frá árinu 1956 eða í 64 ár. Á síðasta ári var keppninni aflýst vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Lífið 18. maí 2021 14:30
Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google. Lífið 18. maí 2021 13:31
Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ Lífið 18. maí 2021 11:53
Daði og Gagnamagnið enn í sóttkví Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður. Lífið 17. maí 2021 20:43
Ekki fleiri smit í íslenska hópnum Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu. Lífið 17. maí 2021 20:07
Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Innlent 17. maí 2021 19:58
Eurovision-hópnum hleypt fram fyrir í bólusetningu eftir beiðni frá RÚV Eurovision hópur Íslendinga var bólusettur með Jansen-bóluefninu fyrir förina til Hollands þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í ár. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir beiðni hafa borist frá Ríkisútvarpinu um að bólusetja Eurovision-farana. Innlent 17. maí 2021 12:35
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. Lífið 17. maí 2021 10:13
Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Lífið 16. maí 2021 22:00
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Innlent 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. Lífið 16. maí 2021 16:26
Svona var Blái dregillinn án Daða og Gagnamagnsins Ekkert verður af því að íslenski Eurovision-hópurinn gangi rauða dregilinn í Rotterdam sem að þessu sinni er reyndar blár að lit. Lífið 16. maí 2021 15:16
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Innlent 16. maí 2021 13:41
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. Lífið 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Lífið 15. maí 2021 13:24
Daði með lag vikunnar á BBC Daði Freyr fær þann heiður að vera með lag vikunnar á BBC Radio 1. Tónlist 14. maí 2021 15:30
Sænski tónlistarmaðurinn Svante Thuresson látinn Sænski djasstónlistarmaðurinn Svante Thuresson er fallinn frá, 84 ára að aldri. Hann lést fyrr í vikunni eftir langvinn veikindi. Menning 14. maí 2021 09:39
Sótti sjaldséð þrjú íslensk stig á Parken Einar Bárðarson, oft titlaður umboðsmaður Íslands, stendur á tímamótum. Tuttugu ár eru liðin síðan hann vaknaði á hóteli í Kaupmannahöfn og verkefni dagsins var ekki spennandi. Lag hans Angel hafði hafnað í næst seinasta sæti í Eurovision, uppskorið þrjú stig, og Einar vaknaður fyrir allar aldir. Lífið 13. maí 2021 22:45
Daði mun standa grafkyrr og þögull síðustu fimmtán sekúndurnar Daði Freyr og Gagnamagnið munu koma fram á seinna undankvöldinu í Eurovision þann 20. maí og flytja lagið 10 Years. Lífið 11. maí 2021 11:31
Óborganleg mistök í Eurovision Eurovision hefst í næstu viku en fyrra undankvöldið verður 18. maí og það síðara þann 20. maí og þá stígur Daði Freyr og Gagnamagnið á sviðið í Rotterdam og flytja lagið 10 Years. Lífið 11. maí 2021 07:00
Sigurlíkur Íslands aukast eftir æfinguna Svo virðist sem sigurlíkur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, séu meiri í dag en í gær. Veðbankar hafa að undanförnu talið sveitina þá sjöttu líklegustu til sigurs, en nú hefur sveitin, með lagið 10 Years, skotist upp í það fjórða. Lífið 10. maí 2021 19:08
„12 stiga frammistaða hjá Daða“ Nú er fyrsta æfingin hjá íslensk Eurovision-hópnum í Rotterdam yfirstaðinn og gekk hún vel í Ahoy-höllinni. Lífið 10. maí 2021 15:14
Daði og Árný fara yfir það hvernig þau gerðu vélmennin og búningana Þann 20. maí stígur Daði Freyr ásamt Gagnamagninu á sviðið í Ahoy-höllinni í Rotterdam og flytja þau lagið 10 Years fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lífið 10. maí 2021 14:31
Búa sig undir fyrstu æfinguna í algerum Covid-hliðarveruleika Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur heimild til þess að vera á tveimur stöðum í Rotterdam í Hollandi, þangað sem hann kom í gær ásamt íslenska Eurovision-hópnum. Lífið 10. maí 2021 11:36