Sérstök tilfinning að sjá Úkraínu á sviðinu: „Þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. maí 2022 13:02 Kalush Orchestra frá Úkraínu flytja lagið Stefania í kvöld. AP/Luca Bruno Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum í Eurovision í Torino í kvöld og segir farastjóri íslenska hópsins stemninguna góða. Veðbankar gefa til kynna að Ísland sé að berjast um sæti í úrslitunum en Úkraína, sem er spáð sigri í keppninni, stígur einnig á svið í kvöld. Gera má ráð fyrir tilfinningaþrungnu andrúmslofti í kvöld þegar þeir flytja sitt lag. Sautján lönd keppa í riðlinum í kvöld um tíu sæti í úrslitunum á laugardag en það eru Systur sem flytja lagið Með hækkandi sól fyrir hönd Íslands. Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, segir stemninguna góða í hópnum fyrir kvöldið en dómararennsli fór fram í gær. „Við erum bara til í þetta, við lentum í smá tæknitrauma í gær en þetta lítur allt betur út núna,“ segir Felix en mistök voru gerð við hljóðblöndun út í sal auk þess sem systurnar heyrðu lítið í sjálfum sér. „Ég sá þetta sjálfur á skjá og heyrði hljóðið eins og það fór til dómnefnda og þetta var mjög gott hjá þeim, flutningurinn var frábær. Það er bara svo óþægilegt þegar að þú heyrir ekki í sjálfum þér, þá ertu ekki alveg viss, en flutningurinn var frábær,“ segir hann enn fremur. Felix segir að systurnar hafi skiljanlega verið stressaðar vegna þessa en það hafi ekki komið niður á flutningnum. Ísland er í baráttusæti samkvæmt helstu veðbönkum en hvort Ísland verði í tíunda umslaginu er ómögulegt að segja. „Flutningurinn í kvöld er stóra málið og þá sjáum við bara hvað kemur upp úr kjörkössum, og hvort þeir setja okkur sem tíunda umslag eða hvort við verðum þarna yfirleitt, það verður bara að koma í ljós,“ segir Felix og hlær. „Þannig ég hvet bara fólk til að fylgjast með og gera gott partí úr þessu.“ Gæsahúð og tár yfir úkraínska flutningnum Úkraínumennirnir í Kalush Orchestra stíga sömuleiðis á svið í kvöld en lagi þeirra, Stefania, er spáð sigri á laugardag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvo og hálfan mánuð og óneitanlega sett svip á keppnina í ár. „Það er mjög sérstök stemning í kringum það allt saman, það er búið að fréttast að þeir þurfa að fara aftur í stríðið um leið og þeir fara aftur heim. Þannig þeir fara ekkert að túra Evrópu eða svoleiðis, þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt í Eurovision,“ segir Felix. Hann segir sambandið milli úkraínska og íslenska hópsins mjög gott þar sem Úkraína finnur fyrir miklum stuðning. Það sé þó ekki aðeins samúðin sem spilar inni í það að þeim er spáð sigri en Felix segir atriði og lag Úkraínu mjög gott. „Það er mjög tilfinningaríkt að sjá þá á sviðinu, mjög sérstök tilfinning, maður fær gæsahúð upp úr og niður úr og tárin í augun svolítið. Þannig þeir voru bara frábærir í gærkvöldi,“ segir Felix. Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Sautján lönd keppa í riðlinum í kvöld um tíu sæti í úrslitunum á laugardag en það eru Systur sem flytja lagið Með hækkandi sól fyrir hönd Íslands. Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, segir stemninguna góða í hópnum fyrir kvöldið en dómararennsli fór fram í gær. „Við erum bara til í þetta, við lentum í smá tæknitrauma í gær en þetta lítur allt betur út núna,“ segir Felix en mistök voru gerð við hljóðblöndun út í sal auk þess sem systurnar heyrðu lítið í sjálfum sér. „Ég sá þetta sjálfur á skjá og heyrði hljóðið eins og það fór til dómnefnda og þetta var mjög gott hjá þeim, flutningurinn var frábær. Það er bara svo óþægilegt þegar að þú heyrir ekki í sjálfum þér, þá ertu ekki alveg viss, en flutningurinn var frábær,“ segir hann enn fremur. Felix segir að systurnar hafi skiljanlega verið stressaðar vegna þessa en það hafi ekki komið niður á flutningnum. Ísland er í baráttusæti samkvæmt helstu veðbönkum en hvort Ísland verði í tíunda umslaginu er ómögulegt að segja. „Flutningurinn í kvöld er stóra málið og þá sjáum við bara hvað kemur upp úr kjörkössum, og hvort þeir setja okkur sem tíunda umslag eða hvort við verðum þarna yfirleitt, það verður bara að koma í ljós,“ segir Felix og hlær. „Þannig ég hvet bara fólk til að fylgjast með og gera gott partí úr þessu.“ Gæsahúð og tár yfir úkraínska flutningnum Úkraínumennirnir í Kalush Orchestra stíga sömuleiðis á svið í kvöld en lagi þeirra, Stefania, er spáð sigri á laugardag. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í tvo og hálfan mánuð og óneitanlega sett svip á keppnina í ár. „Það er mjög sérstök stemning í kringum það allt saman, það er búið að fréttast að þeir þurfa að fara aftur í stríðið um leið og þeir fara aftur heim. Þannig þeir fara ekkert að túra Evrópu eða svoleiðis, þeir fara bara heim í stríð þegar þeir eru búnir að taka þátt í Eurovision,“ segir Felix. Hann segir sambandið milli úkraínska og íslenska hópsins mjög gott þar sem Úkraína finnur fyrir miklum stuðning. Það sé þó ekki aðeins samúðin sem spilar inni í það að þeim er spáð sigri en Felix segir atriði og lag Úkraínu mjög gott. „Það er mjög tilfinningaríkt að sjá þá á sviðinu, mjög sérstök tilfinning, maður fær gæsahúð upp úr og niður úr og tárin í augun svolítið. Þannig þeir voru bara frábærir í gærkvöldi,“ segir Felix.
Eurovision Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51 Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30 Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28 Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46 Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06 Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Systur um dómararennslið: „Ákveðin martröð tónlistarmanna“ „Við neglum þetta í kvöld“ sagði hljómsveitin Systur þegar blaðamenn hittu á þau á hótelinu þeirra fyrir brottför í Pala Alpitour höllina rétt í þessu. 10. maí 2022 11:51
Hljóp út úr viðtali til að hitta íslensku keppendurna Júrógarðurinn hitti hljómsveitina The Rasmus á túrkís dreglinum fyrir opnunarhátíð Eurovision. Þar kom í ljós að finnsku rokkararnir eru miklir aðdáendur íslensku hljómsveitarinnar Systur. 10. maí 2022 11:30
Júrógarðurinn: Þetta eru lögin sem keppa í fyrri undankeppninni í kvöld Í kvöld keppa sautján lög á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision hér í Tórínó á Ítalíu og Systur eru meðal þeirra keppenda. Aðeins tíu lög komast áfram á lokakvöldið næstkomandi laugardag. 10. maí 2022 10:28
Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir. 9. maí 2022 20:46
Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. 9. maí 2022 11:06