Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:06 Eyþór, Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni sinni á Eurovision sviðinu á dögunum. EBU Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Sjá meira
Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01
Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38