Viðbrögð Klopp við tapi Man. United segja meira en þúsund orð Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk að vita það á blaðamannafundi eftir sinn leik í enska deildabikarnum í gærkvöldi að Manchester United hafði á sama tíma steinlegið á heimavelli sínum á móti Newcastle. Enski boltinn 2. nóvember 2023 12:31
Liverpool og Chelsea fá bæði heimaleik í átta liða úrslitunum Sextán liða úrslit enska deildabikarsins kláruðust í gærkvöldi þar sem Newcastle fylgdi því eftir að slá út Englandsmeistara Manchester City í 32 liða úrslitunum með því að slá nágranna þeirra í Manchester United út í sextán liða úrslitum. Enski boltinn 2. nóvember 2023 07:01
„Verðum að biðja stuðningsmennina afsökunar“ Erik Ten Hag bað stuðningsmenn Manchester United afsökunar eftir 3-0 tap liðsins gegn Newcastle í 16-liða úrslitum deildabikarsins í gær. Þetta var annað þriggja marka tap liðsins á heimavelli í röð. Enski boltinn 2. nóvember 2023 06:44
Allt í steik hjá United sem tapaði stórt á heimavelli Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir slæmt 3-0 tap gegn Newcastle á heimavelli í kvöld. Þetta er annað þriggja marka tap United á heimavelli í röð. Enski boltinn 1. nóvember 2023 22:12
Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Enski boltinn 1. nóvember 2023 21:48
Skytturnar töpuðu Lundúnaslagnum og eru úr leik West Ham vann í kvöld góðan 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal þegar liðin mættust í enska deildabikarnum í knattspyrnu. Enski boltinn 1. nóvember 2023 21:32
Fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinand á leik United Stuðningsmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur verið fundinn sekur um rasisma gagnvart Rio Ferdinad þegar sá síðarnefndi var við störf fyrir sjónvarpsstöðina BT Sport. Enski boltinn 1. nóvember 2023 17:46
The Rock mætti sem David Beckham á hrekkjavökunni Hrekkjavakan kallar fram skemmtilega búninga hjá fólki og margir sækja hugmyndir í íþróttaheiminn. Fótbolti 1. nóvember 2023 16:08
Sir Bobby Charlton lést af slysförum Sir Bobby Charlton lést af slysförum eftir að hafa misst jafnvægið og dottið á hjúkrúnarheimilinu sem hann bjó á. Frá þessu er greint á vefsíðu BBC og vitnað í niðurstöður réttarmeinafræðings. Fótbolti 1. nóvember 2023 13:02
Leikmenn United kvarta undan of þröngum búningum Nánast allt virðist í ólagi hjá Manchester United, meðal annars búningamálin. Leikmenn liðsins hafa nefnilega kvartað undan of þröngum búningum. Enski boltinn 1. nóvember 2023 11:31
Mun ekki klippa hárið til að fá stjórastarf Gifton Noel-Williams er ekki beint stjóratýpan þegar kemur að útlitinu. Hann ætlar heldur ekki að breyta því og í grein hjá BBC er bent á hvort að það sé kominn tími til að breyta þessu. Enski boltinn 1. nóvember 2023 11:01
Alltof mikil ringulreið hjá VAR til að leyfa okkur að hlusta Reglusmiðirnir hjá International Football Association Board, IFAB, hafa útilokað möguleikann á því að samskipti dómara og myndbandadómara verði spiluð í beinni. Enski boltinn 1. nóvember 2023 10:01
Biðlar til stuðningsmanna að hafa trú á verkefninu Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, biðlar til stuðningsfólks liðsins að hafa trú á verkefninu sem er í gangi hjá liðinu. Fótbolti 31. október 2023 23:30
Leikmenn United farnir að efast um Ten Hag Leikmenn Manchester United eru byrjaðir að efast um Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, vegna sumra ákvarðana hans. Enski boltinn 31. október 2023 15:30
Rannsaka sérstaklega kaup Chelsea á Eto'o og Willian Félagsskipti Samuel Eto'o og Willian eru meðal þess sem gæti komið Chelsea í vandræði vegna hugsanlegra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 31. október 2023 13:00
Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. Enski boltinn 31. október 2023 12:31
Bjóða stuðningsmönnum sínum frítt ferðalag á jólaleikinn Chelsea spilar á útivelli á aðfangadag og það á heimavelli Wolves í Wolverhampton norðvestur af Birmingham. Enski boltinn 31. október 2023 10:30
Draumafermingarferð á Villa Park: Fékk treyju frá hetjunni sinni Ungur stuðningsmaður Aston Villa fékk treyju frá uppáhalds leikmanni sínum í liðinu í fyrstu ferð sinni á Villa Park. Enski boltinn 31. október 2023 09:01
Leitin að föður Luis Díaz enn án árangurs Leitin að föður Liverpool leikmannsins Luis Díaz hefur enn ekki borið árangur en Luis Manuel Díaz var rænt um helgina. Enski boltinn 31. október 2023 07:40
Arnór orðaður við Leicester City Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er orðaður við Leicester City, topplið ensku B-deildarinnar, en hann spilar í dag með Blackburn Rovers í sömu deild. Enski boltinn 30. október 2023 23:00
Fyrsti tíu marka táningurinn í átján ár Evan Ferguson skoraði fyrir Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og kom sér með því í hóp með ekki minni manni en sjálfum Wayne Rooney. Enski boltinn 30. október 2023 15:30
Wenger vorkennir United: „Engin von eftir“ Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, vorkennir sínum fornu fjendum í Manchester United og segir vonleysið svífi yfir vötnum hjá félaginu. Enski boltinn 30. október 2023 14:31
„Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony“ Antony hagðaði sér eins og kjáni og hefði átt að vera rekinn út af í Manchester-slagnum. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Enski boltinn 30. október 2023 13:31
Þóttist ekkert skilja sönginn í stúkunni Norski framherjinn Erling Haaland fór illa með Manchester United í nágrannaslagnum í gær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Manchester City á Old Trafford. Enski boltinn 30. október 2023 11:30
Roy Keane um Bruno: Hann er andstæða þess sem ég vil sjá í fyrirliða Roy Keane er einn af öflugustu fyrirliðum Manchester United á síðustu áratugum en hann hefur hins vegar ekki mikið álit á fyrirliðastörfum Portúgalans Bruno Fernandes. Enski boltinn 30. október 2023 11:01
Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. Enski boltinn 30. október 2023 09:00
Herinn og lögreglan leitar að föður Liverpool stjörnunnar Leikmenn Liverpool tileinkuðu liðsfélaga sínum Luis Diaz sigurinn á Nottingham Forest á Anfield í gær en Kólumbíumaðurinn gat skiljanlega ekki tekið þátt í leiknum. Enski boltinn 30. október 2023 07:31
Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. Enski boltinn 29. október 2023 23:00
„Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 29. október 2023 22:31
„Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. Enski boltinn 29. október 2023 19:31