Kane ferðaðist með Tottenham og gæti spilað á morgun Enski landsliðsfyrirliðinn og framherji Tottenham, Harry Kane, ferðaðist með liðinu til Wolverhampton í dag þar sem að liðið mætir Wolves á morgun. Kane hefur misst af báðum leikjum Tottenham á tímabilinu hingað til. Enski boltinn 21. ágúst 2021 23:30
Pulisic með veiruna og missir af Lundúnaslagnum Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic missir af Lundúnaslagnum þegar að Chelsea mætir Arsenal á morgun eftir að hann greindist með kórónaveiruna. Enski boltinn 21. ágúst 2021 22:45
Tveir sigrar í fyrstu tveim hjá Brighton Brighton hafði betur þegar að liðið tók á móti nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-0, en Brighton hefur nú unnið báða leiki sína á tímabilinu. Enski boltinn 21. ágúst 2021 18:50
Áfram skorar Ings - Jafnt hjá Benítez og Bielsa Aston Villa komst á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið lagði Newcastle United að velli. Jafntefli var í hinum tveimur leikjum sem fram fóru um miðjan dag. Enski boltinn 21. ágúst 2021 16:16
Tap hjá Jökli - Jón Daði enn frá Jökull Andrésson og félagar hans í Morecambe þurftu að þola 2-1 tap fyrir Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Í B-deildinni tapaði Millwall án Jóns Daða Böðvarssonar. Fótbolti 21. ágúst 2021 16:05
Grealish komst á blað í stórsigri City Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar. Enski boltinn 21. ágúst 2021 15:50
Klopp ósáttur: „Horfðu á glímu ef þú fílar svona lagað“ „Þetta er bara of hættulegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um leikstíl Burnley eftir 2-0 sigur liðs hans á þeim síðarnefndu í dag. Klopp var ósáttur við hversu mikið Mike Dean, dómari leiksins, leyfði Burnley að komast upp með. Enski boltinn 21. ágúst 2021 14:31
Jota og Mané á skotskónum í sigri á Burnley Liverpool vann 2-0 sigur á Burnley er liðin mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á Anfield í dag. Sigur liðsins var síst of stór. Enski boltinn 21. ágúst 2021 13:30
Guardiola fær hjálp frá Tommy Fleetwood við að lækka „afar slaka“ forgjöfina Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að þjálfa fram á háan aldur. Hann þurfi tíma til að bæta slaka forgjöf sína í golfi og býr að öflugum kennara til að hjálpa sér við það. Fótbolti 21. ágúst 2021 13:00
Klopp býður Fabinho stuðning eftir föðurmissinn Brasilíumaðurinn Fabinho, miðjumaður Liverpool á Englandi, æfði ekki með liðinu á fimmtudag vegna fráfalls föður hans. Hann verður líklega ekki með liðinu gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 21. ágúst 2021 09:31
Fyrrum leikmaður Man. United sakaður um að hafa komið á fót glæpasamtökum Brasilíumaðurinn Anderson, fyrrum leikmaður Manchester United, er undir rannsókn brasilískra yfirvalda vegna ráns, peningaþvotts og myndun glæpasamtaka. Lögmaður hans þvertekur fyrir ásakanirnar. Fótbolti 20. ágúst 2021 23:01
Vonbrigðin voru Lukaku íþyngjandi: „Hvað fór úrskeiðis?“ Romelu Lukaku, nýr framherji Chelsea á Englandi, kveðst ákveðinn í því að vinna titla með félaginu á komandi árum. Hann segir fyrri tíma sinn hjá félaginu hafa tekið mikið á en hann hefur stutt félagið frá barnæsku. Fótbolti 20. ágúst 2021 22:16
Ramsdale genginn í raðir Arsenal Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Hann kemur til liðsins frá Sheffield United sem féll úr efstu deild í vor. Fótbolti 20. ágúst 2021 18:01
Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Fótbolti 20. ágúst 2021 15:50
Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20. ágúst 2021 10:31
LeBron James hefur grætt níu milljarða á því að fjárfesta í Liverpool Það var mjög góð ákvörðun hjá LeBron James að ákveða að setja pening í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fyrir áratug síðan. Enski boltinn 20. ágúst 2021 08:01
Ödegaard staðfestur og fær áttuna hjá Arsenal Arsenal staðfesti það í morgun að félagið hafði keypt Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid. Enski boltinn 20. ágúst 2021 07:47
Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna. Enski boltinn 19. ágúst 2021 22:31
Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Enski boltinn 19. ágúst 2021 15:01
Erfitt að toppa þetta í „keppninni“ um klúður tímabilsins Macauley Bonne svaf ekki vel í nótt og mun örugglega ekki sofa vel út mánuðinn eftir klúður sitt í tapi Ipswich Town í ensku C-deildinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 14:30
Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:18
Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:01
Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. Enski boltinn 19. ágúst 2021 08:01
Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:30
Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:01
Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Fótbolti 18. ágúst 2021 22:30
Ødegaard búinn að semja við Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Enski boltinn 18. ágúst 2021 16:31
Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Enski boltinn 18. ágúst 2021 13:00
Ólympíusilfurhafi kominn í samkeppni við Patrik Sigurð hjá Brentford Það bættist í gær í samkeppnina hjá Patriki Gunnarssyni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Enski boltinn 18. ágúst 2021 10:31
Segir Solskjær hafa sýnt veikleika með því að leyfa Phil Jones að vera með stæla Breski sjónvarpsmaðurinn Richard Keys, sem er þekktur fyrir störf sín í kringum enska boltann fyrir BBC, ITV og Sky, leyfði sér að gagnrýna knattspyrnustjóra Manchester United í bloggfærslu sinni þrátt fyrir að United hafi unnið 5-1 sigur um helgina. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:31