Lagerbäck minnir fólk á að góðu gen Haaland komi ekki síst frá mömmu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2022 08:01 Lars Lagerbäck á tíma sínum sem landsliðsþjálfari Norðmanna. Getty/Denis Doyle Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þekkir vel til Norðmannsins Erling Braut Haaland eftir að hafa þjálfað hann í norska landsliðinu. Haaland hélt áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hefur nú skorað nítján mörk í ellefu leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinn og Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Lagerbäck talaði um Haaland í viðtali hjá sænska ríkissjónvarpinu, SVT, en hann var þá gestur í Morgonstudio. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Haaland fékk nefnilega sitt fyrsta tækifæri í norska A-landsliðinu undir stjórn Lagerbäck árið 2019 og skoraði sex mörk í sjö landsleikjum sínum undir stjórn Svíans. „Hann elskar fótbolta, elskar að æfa og hefur metnaðinn og andlega styrkinn sem er algjörlega frábært. Hann er einstakur að því leiti,“ sagði Lars Lagerbäck. Faðir stráksins, Alf-Inge Haaland, lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og er mikið í sviðsljósinu í dag. Hinn ungi Erling hefur því alla tíð verið í kringum fótboltann. Lagerbäck vill þó minna alla á það að þar með er ekki öll sagan sögð. „Hann er með góð gen. Móðir hans, Gry Marita Braut, var frjálsíþróttakona sem keppti í spretthlaupum og í fjölþraut held ég líka. Þaðan kemur væntanlega hraðinn og sprengikrafturinn. Þú getur ekki valið foreldrana þína og verður því líka að vera heppinn þar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sannfærður um að þessi 22 ára leikmaður haldi fótunum á jörðinni þrátt fyrir alla velgengnina og athyglina. „Amma og afi hans eiga bóndabýli og hann er hrifinn að því umhverfi. Það mun hjálpa honum að halda sér á jörðinni því hann er með gott bakland þar,“ sagði Lars Lagerbäck. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Sjá meira
Haaland hélt áfram að raða inn mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi og hefur nú skorað nítján mörk í ellefu leikjum með Manchester City í ensku úrvalsdeildinn og Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Lagerbäck talaði um Haaland í viðtali hjá sænska ríkissjónvarpinu, SVT, en hann var þá gestur í Morgonstudio. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Haaland fékk nefnilega sitt fyrsta tækifæri í norska A-landsliðinu undir stjórn Lagerbäck árið 2019 og skoraði sex mörk í sjö landsleikjum sínum undir stjórn Svíans. „Hann elskar fótbolta, elskar að æfa og hefur metnaðinn og andlega styrkinn sem er algjörlega frábært. Hann er einstakur að því leiti,“ sagði Lars Lagerbäck. Faðir stráksins, Alf-Inge Haaland, lék á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni og er mikið í sviðsljósinu í dag. Hinn ungi Erling hefur því alla tíð verið í kringum fótboltann. Lagerbäck vill þó minna alla á það að þar með er ekki öll sagan sögð. „Hann er með góð gen. Móðir hans, Gry Marita Braut, var frjálsíþróttakona sem keppti í spretthlaupum og í fjölþraut held ég líka. Þaðan kemur væntanlega hraðinn og sprengikrafturinn. Þú getur ekki valið foreldrana þína og verður því líka að vera heppinn þar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sannfærður um að þessi 22 ára leikmaður haldi fótunum á jörðinni þrátt fyrir alla velgengnina og athyglina. „Amma og afi hans eiga bóndabýli og hann er hrifinn að því umhverfi. Það mun hjálpa honum að halda sér á jörðinni því hann er með gott bakland þar,“ sagði Lars Lagerbäck. View this post on Instagram A post shared by Manchester City (@mancity)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Sjá meira