Manchester City sektað um 260 þúsund pund Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnar Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils. Getty Images Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30
Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00
„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07
Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00