Liverpool bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Liverpool er enskur bikarmeistari í fyrsta sinn í sextán ár og tvöfaldur bikarmeistari á tímabilinu eftir að hafa áður unnið deildabikarinn. Enski boltinn 14. maí 2022 18:42
Nottingham Forest í góðum málum í umspilinu Nottingham Forest vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Sheffield United í undanúrslitum umspilsins um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 14. maí 2022 15:56
Stefnir í metfjölda áhorfenda á kvennaleik á Englandi Úrslitaleikur FA-bikars kvenna fer fram á morgun þegar Chelsea og Manchester City eigast við á Wembley. Nú þegar er búið að selja yfir 55 þúsund miða á leikinn og því stefnir í að nýtt áhorfendamet verði sett á kvennaleik á Englandi. Fótbolti 14. maí 2022 13:30
Son myndi fórna markakóngstitlinum fyrir Meistaradeildarsæti Heung-Min Son er í harðri baráttu við Liverpool-manninn Mohamed Salah um markakóngstitilinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Kóreumaðurinn segist hins vegar vera tilbúinn að fórna titlinum ef það þýðir að Tottenham vinnur sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Enski boltinn 14. maí 2022 12:46
Tuchel: Klopp er einn allra, allra besti þjálfari heims Thomas Tuchel og lærisveinar hans í Chelsea mæta Liverpool í úrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. Tuchel ber mikla virðingu fyrir kollega sínum hjá Liverpool, Jürgen Klopp, og segir hann vera einn allra besta þjálfara heims. Enski boltinn 14. maí 2022 11:31
City fær sekt fyrir „óviðeigandi framkomu“ gegn Atlético Madrid Englandsmeistarar Manchester City hafa verið sektaðir um fjórtán þúsund evrur fyrir „óviðeigandi framkomu liðsins“ í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Atlético Madrid á dögunum. Fótbolti 14. maí 2022 10:00
„Án heppni áttu ekki möguleika“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Enski boltinn 14. maí 2022 08:00
Luton og Huddersfield hófu umspilið á jafntefli Luton tók á móti Huddersfield í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin fara jöfn í seinni leikinn, en leikur kvöldsins endaði með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 13. maí 2022 20:42
City afhjúpar styttu af Agüero í tilefni af tíu ára afmæli marksins fræga Englandsmeistarar Manchester City afhjúpuðu í dag styttu af Sergio Agüero fyrir utan Etihad völlinn í tilefni af því að í dag eru tíu ár síðan leikmaðurinn tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn í uppbótartíma í lokaumferð tímabilsins. Enski boltinn 13. maí 2022 19:45
Dagný og stöllur fá nýjan aðalþjálfara Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham eru komnar með nýjan aðalþjálfara í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Paul Konchesky, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tekið við stjórnartaumunum. Fótbolti 13. maí 2022 19:01
Guardiola baunar á Evra og Berbatov: „Rústuðum þeim í úrslitaleik Meistaradeildarinnar“ Pep Guardiola tók til varna og skaut föstum skotum í átt að fyrrverandi leikmönnum Manchester United sem hafa gagnrýnt lið Manchester City að undanförnu. Enski boltinn 13. maí 2022 17:01
Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Enski boltinn 13. maí 2022 16:30
Ný treyja Newcastle eins og landsliðstreyja Sáda Leikmenn Newcastle munu spila leiki á næstu leiktíð í treyju sem þykir nánast nákvæmlega eins og landsliðstreyja Sádi-Arabíu, á fyrstu heilu leiktíðinni eftir að Sádar eignuðust félagið. Enski boltinn 13. maí 2022 12:31
Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Enski boltinn 13. maí 2022 10:31
City fékk Haaland á mesta afslætti sögunnar samkvæmt úttekt Það voru mörg stórlið á eftir norska framherjanum Erling Braut Haaland en á endanum voru það verðandi Englandsmeistarar Manchester City sem höfðu betur í því kapphlaupi eins og þeir eru að gera væntanlega í kapphlaupinu um enska titilinn í ár. Enski boltinn 13. maí 2022 09:31
„Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn erkifjendum liðsins í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 12. maí 2022 23:30
Tottenham galopnaði baráttuna um fjórða sætið með öruggum sigri Tottenham vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 og baráttan um laust sæti í Meistaradeildinni lifir enn góðu lífi. Enski boltinn 12. maí 2022 20:39
Salah segist vera bestur í heimi í sinni stöðu Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins, segist vera bestur í heimi í sinni stöðu. Enski boltinn 12. maí 2022 14:00
De Bruyne spilaði ekki bara eins og Haaland heldur fagnaði eins og hann líka Kevin de Bruyne er þekktastur fyrir stoðsendingar sínar en í gær braust fram markaskorarinn De Bruyne á úrslitastundu fyrir lið Manchester City í baráttunni um enska meistaratitilinn. Enski boltinn 12. maí 2022 10:31
Bikar á loft á Old Trafford í gær fyrir framan 67 þúsund manns Manchester United stuðningsmenn fjölmenntu á Old Trafford í gærkvöldi og þar höfðu þeir ástæðu til að fagna sem aðallið félagsins hefur ekki boðið þeim oft upp á í leikjum þess á núverandi tímabili. Enski boltinn 12. maí 2022 10:00
Nær engar líkur á að City og Liverpool spili hreinan úrslitaleik um titilinn Það virðist ekkert lið ráða við særða Manchester City menn því eftir klúðrið í Meistaradeildinni á dögunum þá rúllar liðið nú upp hverju liðinu á fætur öðru í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 12. maí 2022 09:31
Tielemans og Jesus efstir á óskalista Arsenal í sumar Belgíski miðjumaður Leicester City, Youri Tielemans, er ofarlega á óskalista Arsenal í sumar ef marka má nýjustu tíðindi frá Englandi. Enski boltinn 12. maí 2022 07:00
Þrenna frá De Bruyne á 24 mínútum og City með 3 stiga forskot á toppi deildarinnar Manchester City skoraði fimm mörk annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn í 1-5 sigri gegn Wolves á útivelli. Enski boltinn 11. maí 2022 21:45
Everton greip ekki gæsina | Botnliðið tapaði með þremur gegn Leicester Watford batt enda á taphrinu sína á heimavelli með markalausu jafntefli gegn Everton á meðan Leicester átti ekki í vandræðum með botnlið Norwich. Enski boltinn 11. maí 2022 21:25
Chelsea skrefi nær Meistaradeildinni | Leeds áfram í fallsæti Chelsea gerði góða ferð til Leeds og sótti stigin þrjú með öruggum 0-3 sigri. Enski boltinn 11. maí 2022 20:30
Coutinho nær samkomulagi við Villa Philippe Coutinho er sagður hafa náð samkomulagi við Aston Villa um kaup og kjör til að gera félagaskipti hans frá Barcelona til Villa varanleg. Enski boltinn 11. maí 2022 19:30
Styttir sumarfrí leikmanna Manchester United Erik ten Hag hefur ákveðið að stytta sumarfrí leikmanna Manchester United um tvær vikur. Hann telur sig þurfa meiri tíma til að bæta líkamlegt hreysti leikmannanna. Enski boltinn 11. maí 2022 11:00
Conte skýtur til baka á Klopp Antonio Conte gaf lítið fyrir gagnrýni Jürgen Klopp á leikstíl hans liðs í 1-1 jafntefli Tottenham og Liverpool um síðustu helgi en þau úrslit gætu skilið á milli Liverpool og Englandsmeistaratitilsins. Enski boltinn 11. maí 2022 10:00
„Risa úrslit og risa frammistaða“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hrósaði liðinu sérstaklega fyrir það hvernig þeir brugðust við því að lenda undir snemma leiks. Enski boltinn 10. maí 2022 22:30
Fernudraumur Liverpool lifir enn eftir endurkomusigur Liverpool vann mikilvægan 2-1 endurkomusigur er liðið heimsótti Steven Gerrard og lærisveina hans í Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum lyfti liðið sér upp að hlið Manchester City á toppi deildarinnar. Enski boltinn 10. maí 2022 20:54