David Beckham tilbúinn að taka til hendinni hjá Manchester United Jón Már Ferro skrifar 29. júlí 2023 11:00 David Beckham hefur gert frábæra hluti sem eigandi Inter Miami. Meðal annars hefur hann fengið Lionel Messi til félagsins. vísir/Getty Images Ein allra mesta goðsögnin í sögu Manchester United og meðeigandi í Inter Miami segist tilbúin til að koma að rekstri United en telur að Glazier fjölskyldan þurfi að fara. Þetta kemur fram í viðtali á The Athletic. „Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham. Enski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham.
Enski boltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira