Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Reyna að koma í veg fyrir að Trump reki sérstakan rannsakanda

Þingmenn úr báðum flokkum í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa lagt fram frumvörp sem myndu setja Donald Trump forseta stólinn fyrir dyrnar hyggist hann reyna að láta reka sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs hans við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur

Stefnur hafa verið gefnar út og kviðdómur skipaður til að meta gildi sönnunargagna um fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni. Aukinn þungi virðist hafa færst í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa og er hún nú sögð beinast að hugsanlegum fjármálaglæpum meðal annars.

Erlent
Fréttamynd

Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn

Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Christopher Wray nýr forstjóri FBI

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld með 92 atkvæðum gegn 5 að Christopher Wray taki við starfi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI.

Erlent
Fréttamynd

Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa

Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni.

Erlent
Fréttamynd

Dagar „kjaftæðisins“ í Hvíta húsinu sagðir liðnir

Hvíta húsið segir að Donald Trump forseti hafi talið orðfæri fyrrverandi samskiptastjóra síns ekki viðeigandi fyrir mann í hans stöðu. Heimildamenn CNN segja þó að forsetanum hafi aðallega mislíkað að samskiptastjórinn hafi orðið miðpunktur athygli fjölmiðla frekar en hann sjálfur.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikönum mistókst að koma Obamacare fyrir kattarnef

Þrír þingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn því að afnema Obamacare-heilbrigðistryggingalögin ásamt öllum þingflokki demókrata í gærkvöldi. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Repúblikanaflokkinn sem hefur lagt ofuráherslu á málið í fjölda ára.

Erlent