Trump hæðist að yfirmönnum eigin leyniþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2019 14:51 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist nú fyrir skömmu að yfirmönnum leyniþjónusta og öryggisstofnanna Bandaríkjanna. Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. Þetta sagði forsetinn á Twitter eftir að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, Gina Haspel, yfirmaður CIA og Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), og aðrir mættu á fundu njósnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær og ræddu ýmsar ógnanir gagnvart Bandaríkjunum. Lesa má skýrslu um ógnanir sem steðja að Bandaríkjunum, samkvæmt leyniþjónustum ríkisins, hér.Í stuttu máli sagt sögðu þau að það væru mistök að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan og Sýrlandi, Bandaríkjunum stafaði enn ógn af Íslamska ríkinu og ólíklegt sé að Kim Jong-un muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, svo eitthvað sé nefnt. Þá vöruðu þau við áframhaldandi afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum.Þar að auki sögðu þau ekkert um byggingu múrs eða girðingar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem Trump segir að sé nauðsynlegt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump er ekki sammála og segir að yfirmenn þessir séu barnalegir gagnvart Íran og þeirri ógn sem stafi af ríkinu. Hann hefur gefið skipun um að kalla hermenn heim frá Sýrlandi og viðræður standa nú yfir við Talibana um brottför Bandaríkjanna frá Afganistan. Áðurnefndir yfirmenn sögðu sömuleiðis að ríkisstjórn Íran væri ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn að svo stöddu og að Íranir væru að fylgja kjarnorkusamkomulaginu sem Barack Obama, forveri Trump, gerði við Íran og önnur ríki. Trump dró Bandaríkin úr samkomulaginu. Forsetinn sagði „leyniþjónustufólkið“ virðast mjög svo viljalaus og barnaleg gagnvart ógninni af Íran og þau hefðu rangt fyrir sér. Hann sagði Írani hafa verið að valda vandræðum víða þegar hann varð forseti en þeir dagar séu liðnir. Þó stafi enn ógn af þeim. Það eina sem héldi aftur af þeim væri efnahagshrun og fólk ætti að vara sig á Íran. Þá sagði hann að ef til vill ætti þetta fólk að fara aftur í skóla.The Intelligence people seem to be extremely passive and naive when it comes to the dangers of Iran. They are wrong! When I became President Iran was making trouble all over the Middle East, and beyond. Since ending the terrible Iran Nuclear Deal, they are MUCH different, but.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019....a source of potential danger and conflict. They are testing Rockets (last week) and more, and are coming very close to the edge. There economy is now crashing, which is the only thing holding them back. Be careful of Iran. Perhaps Intelligence should go back to school! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Í röð tísta um hádegið hélt Trump því fram að mikill árangur hefði náðst gegn Íslamska ríkinu í forsetatíð hans og í afvopnun Norður-Kóreu. Trump sagði Kalífadæmi ISIS nálægt því að heyra sögunni til en enginn hefur mótmælt því. Samtökin hafa gengið í gegnum stakkaskipti og hafa komið sér aftur fyrir í skuggunum, ef svo má að orði komast. Samtökin eru að snúa sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum í stað þess að reyna að halda yfirráðasvæði. Í sumar áætluðu Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar að ISIS-liðar væru enn allt að 30 þúsund í Írak og Sýrlandi. Coats, Haspel og Wray vöruðu við ISIS í gær og Coats sagði að þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu, byggju þau enn yfir þúsundum vígamanna í Írak og Sýrlandi, fjölmörg undirsamtök, og þúsundir stuðningsmanna um heim allan. Þau myndu halda áfram að gera árásir í þeim ríkjum og mögulega á Bandaríkin og önnur vestræn ríki. Hann sagði einnig að ólíklegt væri að Norður Kórea myndi láta kjarnorkuvopn sín af hendi og þeir væru með markvissum hætti að reyna að komast hjá viðskiptaþvingunum.Trump segir að þegar hann tók við embætti hefði samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu verið sérstaklega slæmt og gefur í skyn í einu tísti að stutt hefði verið í átök. Nú hefði það aldrei verið betra og hann hlakkaði til þess að hitta Kim Jong-un, einræðisherra ríkisins. Tíminn myndi þó leiða í ljós hvernig viðræðurnar færu.When I became President, ISIS was out of control in Syria & running rampant. Since then tremendous progress made, especially over last 5 weeks. Caliphate will soon be destroyed, unthinkable two years ago. Negotiating are proceeding well in Afghanistan after 18 years of fighting.. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019....Fighting continues but the people of Afghanistan want peace in this never ending war. We will soon see if talks will be successful? North Korea relationship is best it has ever been with U.S. No testing, getting remains, hostages returned. Decent chance of Denuclearization... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019...Time will tell what will happen with North Korea, but at the end of the previous administration, relationship was horrendous and very bad things were about to happen. Now a whole different story. I look forward to seeing Kim Jong Un shortly. Progress being made-big difference! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Það er óhætt að segja að Trump sé ekki saklaus þegar komi að því að gera samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stirt. Hann og Kim hafa skipst á uppnefnum og hefur Trump jafnvel hótað því að gereyða Norður-Kóreu.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæraÞá er einnig vert að taka fram að í kjölfar fundar Trump og Kim í Singapúr í fyrra staðhæfði Trump að engin ógn stafaði lengur af Norður-Kóreu og að afvopnun ríkisins myndi hefjast innan skamms. Sá fundur endaði með óljósu samkomulagi sem innihélt fá markmið og engar áætlanir.Repúblikanar að fá nóg? Svo virðist sem að stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins sé ósammála Trump þegar kemur að stefnu Bandaríkjanna varðandi utanríkismál. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, lagði í gær fram tillögu um að fordæma „fyrirvaralausan“ brottflutning hermanna frá Afganistan og Sýrlandi.Samkvæmt New York Times kusu rúmlega tveir þriðju þingmanna flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings að snúa við ákvörðun ríkisstjórnar Trump að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Oleg V. Deripaska, rússneskum auðjöfri og bandamanni Vladimir Putín, forseta Rússlands.Þá greiddu fleiri þingmenn flokksins atkvæði með frumvarpi sem ætlað er að meina Trump að geta slitið Bandaríkin frá Atlantshafsbandalaginu, eins og hann hefur lagt til við ráðgjafa sína og starfsmenn. Alls greiddu 357 þingmenn atkvæði með frumvarpinu og einungis 22 Repúblikanar gerðu það ekki. Frumvarpið á eftir að fara fyrir öldungadeildina en sambærilegt frumvarp var lagt fyrir þingið þar í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Norður-Kórea Rússland Sýrland Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist nú fyrir skömmu að yfirmönnum leyniþjónusta og öryggisstofnanna Bandaríkjanna. Hann sagði þau barnaleg og réttast væri að þau færu aftur í skóla. Þetta sagði forsetinn á Twitter eftir að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, Gina Haspel, yfirmaður CIA og Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), og aðrir mættu á fundu njósnanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær og ræddu ýmsar ógnanir gagnvart Bandaríkjunum. Lesa má skýrslu um ógnanir sem steðja að Bandaríkjunum, samkvæmt leyniþjónustum ríkisins, hér.Í stuttu máli sagt sögðu þau að það væru mistök að kalla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan og Sýrlandi, Bandaríkjunum stafaði enn ógn af Íslamska ríkinu og ólíklegt sé að Kim Jong-un muni láta kjarnorkuvopn sín af hendi, svo eitthvað sé nefnt. Þá vöruðu þau við áframhaldandi afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum.Þar að auki sögðu þau ekkert um byggingu múrs eða girðingar á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem Trump segir að sé nauðsynlegt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Trump er ekki sammála og segir að yfirmenn þessir séu barnalegir gagnvart Íran og þeirri ógn sem stafi af ríkinu. Hann hefur gefið skipun um að kalla hermenn heim frá Sýrlandi og viðræður standa nú yfir við Talibana um brottför Bandaríkjanna frá Afganistan. Áðurnefndir yfirmenn sögðu sömuleiðis að ríkisstjórn Íran væri ekki að reyna að þróa kjarnorkuvopn að svo stöddu og að Íranir væru að fylgja kjarnorkusamkomulaginu sem Barack Obama, forveri Trump, gerði við Íran og önnur ríki. Trump dró Bandaríkin úr samkomulaginu. Forsetinn sagði „leyniþjónustufólkið“ virðast mjög svo viljalaus og barnaleg gagnvart ógninni af Íran og þau hefðu rangt fyrir sér. Hann sagði Írani hafa verið að valda vandræðum víða þegar hann varð forseti en þeir dagar séu liðnir. Þó stafi enn ógn af þeim. Það eina sem héldi aftur af þeim væri efnahagshrun og fólk ætti að vara sig á Íran. Þá sagði hann að ef til vill ætti þetta fólk að fara aftur í skóla.The Intelligence people seem to be extremely passive and naive when it comes to the dangers of Iran. They are wrong! When I became President Iran was making trouble all over the Middle East, and beyond. Since ending the terrible Iran Nuclear Deal, they are MUCH different, but.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019....a source of potential danger and conflict. They are testing Rockets (last week) and more, and are coming very close to the edge. There economy is now crashing, which is the only thing holding them back. Be careful of Iran. Perhaps Intelligence should go back to school! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Í röð tísta um hádegið hélt Trump því fram að mikill árangur hefði náðst gegn Íslamska ríkinu í forsetatíð hans og í afvopnun Norður-Kóreu. Trump sagði Kalífadæmi ISIS nálægt því að heyra sögunni til en enginn hefur mótmælt því. Samtökin hafa gengið í gegnum stakkaskipti og hafa komið sér aftur fyrir í skuggunum, ef svo má að orði komast. Samtökin eru að snúa sér aftur að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum í stað þess að reyna að halda yfirráðasvæði. Í sumar áætluðu Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar að ISIS-liðar væru enn allt að 30 þúsund í Írak og Sýrlandi. Coats, Haspel og Wray vöruðu við ISIS í gær og Coats sagði að þrátt fyrir að hryðjuverkasamtökin hefðu tapað nánast öllu yfirráðasvæði sínu, byggju þau enn yfir þúsundum vígamanna í Írak og Sýrlandi, fjölmörg undirsamtök, og þúsundir stuðningsmanna um heim allan. Þau myndu halda áfram að gera árásir í þeim ríkjum og mögulega á Bandaríkin og önnur vestræn ríki. Hann sagði einnig að ólíklegt væri að Norður Kórea myndi láta kjarnorkuvopn sín af hendi og þeir væru með markvissum hætti að reyna að komast hjá viðskiptaþvingunum.Trump segir að þegar hann tók við embætti hefði samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu verið sérstaklega slæmt og gefur í skyn í einu tísti að stutt hefði verið í átök. Nú hefði það aldrei verið betra og hann hlakkaði til þess að hitta Kim Jong-un, einræðisherra ríkisins. Tíminn myndi þó leiða í ljós hvernig viðræðurnar færu.When I became President, ISIS was out of control in Syria & running rampant. Since then tremendous progress made, especially over last 5 weeks. Caliphate will soon be destroyed, unthinkable two years ago. Negotiating are proceeding well in Afghanistan after 18 years of fighting.. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019....Fighting continues but the people of Afghanistan want peace in this never ending war. We will soon see if talks will be successful? North Korea relationship is best it has ever been with U.S. No testing, getting remains, hostages returned. Decent chance of Denuclearization... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019...Time will tell what will happen with North Korea, but at the end of the previous administration, relationship was horrendous and very bad things were about to happen. Now a whole different story. I look forward to seeing Kim Jong Un shortly. Progress being made-big difference! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Það er óhætt að segja að Trump sé ekki saklaus þegar komi að því að gera samband Bandaríkjanna og Norður-Kóreu stirt. Hann og Kim hafa skipst á uppnefnum og hefur Trump jafnvel hótað því að gereyða Norður-Kóreu.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæraÞá er einnig vert að taka fram að í kjölfar fundar Trump og Kim í Singapúr í fyrra staðhæfði Trump að engin ógn stafaði lengur af Norður-Kóreu og að afvopnun ríkisins myndi hefjast innan skamms. Sá fundur endaði með óljósu samkomulagi sem innihélt fá markmið og engar áætlanir.Repúblikanar að fá nóg? Svo virðist sem að stækkandi hópur þingmanna Repúblikanaflokksins sé ósammála Trump þegar kemur að stefnu Bandaríkjanna varðandi utanríkismál. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, lagði í gær fram tillögu um að fordæma „fyrirvaralausan“ brottflutning hermanna frá Afganistan og Sýrlandi.Samkvæmt New York Times kusu rúmlega tveir þriðju þingmanna flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings að snúa við ákvörðun ríkisstjórnar Trump að fella niður viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Oleg V. Deripaska, rússneskum auðjöfri og bandamanni Vladimir Putín, forseta Rússlands.Þá greiddu fleiri þingmenn flokksins atkvæði með frumvarpi sem ætlað er að meina Trump að geta slitið Bandaríkin frá Atlantshafsbandalaginu, eins og hann hefur lagt til við ráðgjafa sína og starfsmenn. Alls greiddu 357 þingmenn atkvæði með frumvarpinu og einungis 22 Repúblikanar gerðu það ekki. Frumvarpið á eftir að fara fyrir öldungadeildina en sambærilegt frumvarp var lagt fyrir þingið þar í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Írak Íran Norður-Kórea Rússland Sýrland Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira